Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 28
Ornólfur Thorlacius
Fróðleiksmolar um rottur
í ágætu safnriti um spendýr, Wcilker’s
Mammals of the World, eru tilgreindar
1138 núlifandi tegundir af nagdýra-
ættinni Muridae, músaætt, sem er þar
með langstærsta ætl spendýra. Til
hennar teljast rottur og mýs, hamstrar,
læmingjar, stúfur og fleiri smánagdýr í
gamla og nýja heiminum. Aðrir skipta
þessari stóru ætt í margar minni ættir
nagdýra og telja til Muridae einungis
mýs og rottur gamla heimsins. Engu
að síður verða það á sjötta hundrað
tegundir. Stærðin ræður því hvort
talað er um mýs eða rottur og skil eru
ekki glögg þar á milli. Stærstu rotlur,
svo sem risarollan á Flores (í Auslur-
Indíum), Papagomys armandvillei, geta
orðið á stærð við kött eða rúmlega
80 cm langar. Þar af er halinn 37 cm
(1. mynd). Minnstu mýs eru um 10 cm
að meðtöldum 5 cm hala, og um 5
grömm.
I. mynd. Risarottan á Flores, Papagomys armandvillei, verður á stærð við kött (Nowak
1990).
Náttúrufræðingurinn 62 (3-4), bls. 138-144. 1993. 138