Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 32
5. mynd. Útbreiðsla
svartrottu (t.v.) og brún-
rottu í Evrópu. Kortið
var unnið fyrir rúmum
30 árum (Van den Brink
1958).
draga þá til dauða. Bæði brúnrotta og
svartrotta sækja í korn, jafnt á ökrum
og í skemmum. Báðar eru félagsdýr
sem halda uppi flókinni virðingarröð.
Nokkur munur er á lífsháttum þessara
tegunda. Báðar klifra vel, svartrottan
þó enn fimlegar en sú brúna og hefur
líkast til einkum hafst við í trjám í
upphaflegum heimkynnum sínum. Hún
hefur sést hlaupa eftir vír sem er
aðeins 1,6 mm í þvermál. Stað-
hæfingar um að svartrolla hafi sog-
skálar á löppunum og hlaupi upp
gluggarúður standast hins vegar ekki.
Brúnrotta grefur göng, syndir og
kafar, en svartrotta ekki. Báðar lifa og
leita ætis í híbýlum manna og vöru-
skemmum, brúnrotta auk þess í skolp-
ræsum, á sorphaugum, í fjörum og
víðar. Svartrotta er háðari mannabú-
stöðum. Þar sem báðar eru saman í
húsi er brúnrotta helst í kjallara en
svartrotta á efri hæðum. Viðkoman er
feikileg; þegar nóg er um fæðu gjóta
svartrottur allt að 5 sinnum á ári, oft
2-8 ungum í senn, brúnrottur jafnvel
enn oftar og fleiri ungum í goti. Aðrar
rottutegundir eru ekki svona frjósamar.
Meðgöngutími er 3-4 vikur og
ungarnir verða sjálfbjarga um þriggja
vikna og kynþroska unt tveggja til
þriggja mánaða. Rottur í búrum Itafa
lifað rúm ljögur ár en í náttúrunni eru
þær mun skammlífari.
Jafnframt því sem brúnrottu fjölgaði
og hún breiddist út dró úr veldi
svartrotlu, sér í lagi í kaldari löndum.
I hitabelti og á heittempruðum svæð-
um heldur hún sínu gagnvart brúnrottu.
Ekki er Ijóst hvað valdið hefur þessari
þróun. Einhverjar breytingar á bú-
skaparháttum manna eða samgöngum
að loknum miðöldum hafa orðið til
þess að greiða götu brúnrottu vestur
6. mynd. Útbreiðsla svartrottu
(t.v.) og brúnrottu í Norður-
Ameríku (Whitaker 1980).
142