Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 35
Jón Jónsson og Dagur Jónsson
Hraunborgir og gervigígir
INNGANGUR
Hraunborgir er orð sem óvíst er
hvorl áður hefur verið notað í þeirri
merkingu sent við gerum hér. Seinni
lið orðsins kannast þó allir við úr
örnefninu Dimmuborgir. Flestum Is-
lendingum mun aftur á móti ljóst við
hvað er átt þegar talað er um gervigígi
og að það eru ýmislega lagaðar
myndanir á hraunum, stundum með en
stundum án reglulegra gígmyndana, og
sem ekki eru í beinu sambandi við
eldstöðina sjálfa.
Vart verður það sagt að háspennu-
línur og slóðir sem þeim fylgja prýði
landslagið og allra síst þar sem grá-
mosinn má heita eini gróðurinn á
hraunkarga. Slík mannvirki eru þó
nauðsynleg og hafa þann kost að
auðvelda leið að stöðum sem kunna
að vera áhugaverðir fyrir náttúru-
fræðinga.
GERVIGÍGIR VIÐ HELGAFELL
I santbandi við val á línustæði fyrir
Búrfellslínu III 1991 fann annar okkar
(D.J.) gígasvæði austan við Helgafell
við Hafnarfjörð. Okkar á milli höfum
við gel’ið því nafnið Litluborgir án
þess að ætlast til að það festist sem
örnefni. Við höfum skoðað þennan
stað nokkrum sinnum, saman eða hvor
l'yrir sig, og freistum þess nú að gera
nokkra grein fyrir því sern þar er að
sjá, því ekki er vitað um aðra þvílíka
myndun hér í nágrenninu. Svæðið er
lítið, mesta lengd þess norður-suður
er um 300 m og mesta breidd 250 m.
Það er umkringt yngri hraunum og
ekki áberandi í landslagi. Ljóst er að
þetta hefur orðið til í vatni og við
töldum fyrst að þar hefði gosið, en
síðar hefur komið í ljós að í heild
mun um gervimyndun að ræða, hraun
hefur þarna runnið út í stöðuvatn.
Nyrst á svæðinu eru dæmigerðir
gervigígir, l'löt gjall- eða kleprahraun,
flygsuhrúgöld með meira eða minna
óljósa gíglögun. Hæsti gígurinn á
svæðinu er rösklega 3 m há gjall- og
kleprastrýta nteð kísilgúrklessu við
toppinn. Annar um 2,5 m hár gígur gæti
útlitsins vegna allt eins verið hraun-
gígur en dæmist út sökum umhverfis-
ins.
Hrært innan um gjallið er örfínt efni
sem sýnir sig vera kísilgúr. Auðvelt er
að ákvarða í þessu niikinn i'jölda
skelja kísilþörunga (1. mynd). Um er
að ræða hreina ferskvatnsmyndun.
Meðal þörunganna eru Cymatopleura
solea, sent er meðal einkennistegunda
í Mývatni, en þar er líka Surirella
caproni, sem einn mesti sérfræðingur
á þessu sviði, F. Hustedt (1930), telur
að einkum sé að finna í botnseti stórra
stöðuvatna („im Grundschlamm gröss-
erer Seen“). Víst er þó að sú tegund
lii’ir líka í Vífilsstaðavatni og önnur
náskyld hel'ur fundist í lækjarsytru
norðan við Leiðólfsfell á Síðu, við
rönd Skaftáreldahrauns. Þörungaflóran
Náttúrufræðingurinn 62 (3-4), bls. 145-155. 1993. 145