Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 36
1. mynd. Kísilgúr frá Litlu-
borgunr. Diatoms from the
fonner lake at Litluborgir.
Ljósm. photo Jón Jónsson.
þykir benda til þess að þarna hafi
verið stöðuvatn og á botni þess ekki
óverulegt lag af kísilgúr, vatnið ekki
djúpt, fremur kalt, hreint og líklega
sæmilega næringarríkt. Það hefur
verið í dal sem takmarkast hefur
annars vegar af Helgafelli en hins
vegar af Kaplató og líklega náð suður
og vestur að Undirhlíðum þar sem nú
er hraunslétta. Það mikið er þarna af
kísilgúr að ætla má að vatnið hafi
verið þarna nokkuð lengi, e.t.v.
nokkrar aldir. Þess má geta að gas-
blöðrur í hrauninu, sem sumar eru 2-4
cm í þvermál, eru sumar fylltar
fannhvítum, hreinum kísilgúr sem
hlýtur að hafa lokast þar inni um leið
og hraunið rann.
HRAUNBORGIR
Myndin hér hjá (2. mynd) sýnir
hraunþak sem hvílir á súlum. Þær
afmarka misvíðar rásir, hella, sem
2. mynd. Litluborgir. Lóðrétt gas- og
gufurás eftir súlunni endilangri en fjarar út
við þakið. Vertical channel made by gas
and steam up through the lava pillar and
coming to end just underneath the roof.
Lava tunnels to both sides. Ljósm. photo
Jón Jónsson.
sums staðar eru á tveim hæðum.
Þakið yfir rásunum er um 35-40 cm
þykkt, fyrir kemur að það sé tvöfalt.
Yfirborð hraunsins er slétt. Súlurnar
eru misgildar, holar innan (3. mynd),
hraðkældar en ekki glerjaðar. Veggir
þeirra eru misþykkir en mest 15-20
cm. Innanmál þeirra er mest um 12-20
cm en tjarar út þegar upp að þakinu
kemur. Við teljum súlurnar vera
146