Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 38
5. mynd. Litluborgir. Dropsteinar.
Lava stalactites at Litluborgir.
Ljósm. photo Jón Jónsson.
Dropsteinar
Eins og áður segir bera sumar
súlurnar leifar af þakinu en neðan í
þeim hanga dropsteinar og þykir það
benda til þess að snögglega hafi
lækkað í hrauntjörninni. Sums staðar
hefur bráðin smitað út úr hrauninu og
klætt veggi þrengstu rásanna, eða
hangir niður úr þakinu sem mjög
snotrir dropsteinar (5. mynd). I þaki
stærstu rásanna eru óverulegar drop-
steinamyndanir, sem ná lítið eitt niður
eftir veggjum. Gæti þar verið fremur
um endurbræðslu að ræða þar eð
þakið er mjög þunnt. Gasstraumur yfir
rennandi hrauni í þröngum helli gæti
nægt til þess.
Það er með hálfum huga að við
nefnum þetta, en höldum í vonina að
þeir einir heimsæki svæðið sem hafa
tilfinningu fyrir og bera virðingu fyrir
fínum smíðisgripum náttúrunnar og
gera sér ljóst að þeir sórna sér betur á
sínum stað en inni í stofum. Hraunið
er þóleít, þétt feldspatdílótt, með allt
að 12-14 díla á cm2, 2-6 mm í
þvermál. Samsetning reyndist: Plagíó-
klas 41,1%, pýroxen 40,0%, ólivín
1,5%, málrnur 12,4%. Dílar alls 11,1%.
KATLAHRAUN
Á ströndinni suður af Núpshlíð á
Reykjanesskaga eru stórskornar hraun-
borgir sem við ætlum að séu mynd-
aðar á sama hátt og okkar Litluborgir,
aðeins í miklu stærri mælikvarða. Þar
hefur hraun runnið ofan af landi, út í
líklega fremur grunna vík. Talið var,
með fyrirvara þó, að hraun þctla væri
úr Höfðagígunt komið (Jón Jónsson
1978) en fullt svo líklegt sýnist nú að
það sé úr Moshólum. Svo mikil eld-
148