Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 40
7. mynd. Snið af einni borginni
í Katlahrauni. Lóðréttir veggir
úr þéttu, hraðkældu hrauni sinn
hvorum megin gasrásar sem fyllt
er sundurtættu hrauni. Section of
one of the lava castles at Katla-
hraun. Vertical walls of solid,
rapidly cooled lava to both sides
of the steam channel filled with
fragmentary lava. Mynd photo
Jón Jónsson.
áðurnefndir höfundar, að þarna hafi
hrauntjörn verið en tekur fram að
„hemað hefur verið yfir hana“, en það
er þýðingarmikil ábending í þessu
sambandi. Ennfremur minnist hann á
gas- og gufustrompa sem í tjörninni
hafi verið og er þá komið nærri
skýringu okkar á því hvers vegna
súlurnar standa eftir þegar tjörnin
tæmist. Ennfremur bendir Kristján á að
Dimmuborgir séu „í ætt við gervigíga“.
A öðrum stað í sama riti kemur Árni
Einarsson inn á kísilgúrleifar sem
ættaðar eru úr hinu forna vatni. Með
því virðist því fyrst slegið föstu að
hraunið hafi runnið út í vatn. Það er
nú komið nokkuð á fjórða áratug frá
því að bent var á að kísilgúr innan um
gjall eða í bombum gervigíga sannaði
að hraunið hafi runnið í vatn (Jón
Jónsson 1958) og að nokkuð mætti af
þörungaflóru ráða hvers konar vatn.
Síðar hefur svo verið sýnt hvernig
þetta kann að gerast í gervigígum (Jón
Jónsson 1990).
SAPPAR
í Árbók Ferðafélags íslands 1983,
bls. 128, er nokkuð lýst myndunum
sem gefið var þetta nafn (Jón Jónsson
1983). Það var gert til heiðurs Karli
Sapper (1866-1945), en hann varð
fyrstur til, svo vitað sé, að lýsa þessum
sérstæðu myndunum og einmitt við
austurgjá Eldborgaraða (Sapper 1908).
Þetta má sem best nota sem fræðiheiti
(term) fyrir þessar myndanir. Það
tengist manninum sem fyrstur lýsti
þeim og það fellur algerlega að
íslensku beygingarmunstri. Sjáfur
150