Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 41
8. mynd. Gat á hraunþekju eftir gufusprengingu, en brot úr þekjunni liggja í hring
utanmeð. A hole in the solid lava surface, caused by a steam explosion. All around the
hole, pieces of lava indicate the thickness of the solidified surface at the time of the
explosion. Mynd photo Jón Jónsson.
nefnir Sapper þessar myndanir „Lava-
pilze“ (hraunsveppi), gefur lauslega
upp stærð þeirra, hæð 4-5 m og
þvermál 3-4 m, en lýsir þeim annars
ekki ítarlega. Hann nefnir þó að þeir
muni „sekundares Gebilde" og að þeir
„urspriinglich hohl gewesen ware“.
Hans Reck (1910), sem næstur er til
að skoða þennan stað, er að mestu á
sama máli og Sapper, kallar þetta
„Lavapropfen“ og „sekundares Ge-
bilde“. Þetta tvennt, og áðurnefnd
grein í Árbók Ferðafélagsins, er það
eina sem kunnugt er að ritað hafi
verið um þessar myndanir. Hvað
varðar síðastnefnda grein, þá er sú
lýsing sem þar er að nokkru leyti röng
og að öðru óljós og líkleg til að valda
misskilningi.
Það var l'yrst sumarið 1991 að í ljós
kom að vatn hefur verið þar undir sem
sapparnir eru. Það sést af leirkenndu
seti sem borist hefur upp á yfirborð
með hrauninu og að því er virðist upp
gegnum sappann. I þessu seti eru kísil-
þörungaskeljar. Ekki verður sagt að
um kísilgúr sé að ræða. Flóran er
fátækleg að tegundum en fjöldi ein-
staklinga er umtalsverður og þykir
benda til þess að vatnið hafi verið
kalt, og setið gæti bent til áhrifa frá
jökulvatni. Meira verður ekki um það
sagt.
Sapparnir koma fyrir í óreglulegum
hópi um 1,5 km norðaustan við Laka.
Hraunið hefur þar lagst upp að eldri
gígum og myndað lítið eitt bungulaga
hraunsléttu og upp úr henni standa
sapparnir, sem næst 100-150 m austan
við gosstöðvarnar miklu frá 1783, en
þá varð þriðja og síðasta stórgosið á
þessari sömu línu. Eftir að komin var
151