Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 48
2. mynd. Uppsetning eldisbúra í Breiðafirði, aðeins ofansjávarbelgir sýnilegir. Sub-surface
longline system in Breidafjördur. Only suiface marker buoys visible. Ljósnt. photo Guðrún
G. Þórarinsdóttir.
stig hafa hvað mest áhrif (Wallace og
Reinsnes 1984, 1985).
Engar tilraunir hafa verið gerðar með
ræktun hörpudisks hérlendis, en þær
rannsóknir sem hér greinir frá eru seinni
hluti verkefnis þar sem markmiðið var
að kanna með eldistilraun hvort hörpu-
diskurinn væri heppilegur lil eldis hér og
hversu langan tíma tæki að ná markaðs-
stærð við eldisaðstæður. Fyrri hluti
verkefnisins var athugun á kynþroska,
hrygningu og söfnun lirfa hörpudisks í
Breiðafirði, og kom þar fram að dýrin
hrygndu í byrjun júlí en lirfurnar settust
í safnara um miðjan september eftir að
hafa verið um það bil tvo mánuði svif-
lægar í sjónum (Guðrún G. Þórarins-
dóttir 1992). Hér á eftir er fjallað um
vöxt skeljanna frá því þær settust í
safnarana og þar til þær höfðu náð að
meðaltali 43 mm hæð, þriggja ára
gamlar.
EFNl OG EFNIVIÐUR
í júlí 1988 var lirfusöfnurum komið
fyrir á 20 m dýpi í Breiðafirði rétl vest-
an við Stykkishólm (65°03'N, 22°51'V)
(Guðrún G. Þórarinsdótlir 1991). Frá
ágúst 1988 til september 1989 var ein
lögn með ljórum söfnurum tekin upp
mánaðarlega (Guðrún G. Þórarinsdótlir
1992). í rannsóknarstofu voru safnararnir
tæmdir og hæð skeljanna mæld. Vaxtar-
hraði (% á dag) var síðan reiknaður út
eftir formúlu Bal og Jones (1960).
I september 1989 voru þeir safnarar
sem enn voru í sjó tæmdir og skeljunum
úr þeim, þá eins árs gömlum, komið
fyrir í eldisbúrum með 4,5 mm möskva-
stærð á 6-8 m dýpi skammt frá söfn-
unarstaðnum (65°02'N, 22°49'V) (2. og
3. mynd). Alls voru notuð 120 búr og
var 50 skeljum að meðalhæð 9,8 mm ±
2 mm komið fyrir í hverju búri. Ekki
voru settar fleiri skeljar í hvert búr, þar
158