Náttúrufræðingurinn - 1993, Qupperneq 50
4. mynd. Hörpudiskur úr lirfusöfnurum. Talið frá vinstri: 5 mánaða (2,8 mm), 10 mánaða
(6,2 mm) og 12 mánaða gamlar skeljar (9,8 mm). lceland scallop spat of different ages
obtained from the collectors (from left to right: 5, 10, 12 months old). Ljósm. photo Sigur-
geir Sigurjónsson.
0,7% á dag, báða mánuðina. Seinna
árið (1990-1991) minnkaði vaxtar-
hraðinn í búrunum þrátt fyrir sömu
hæðaraukningu í mm og árið áður, en
hámark mældist nú mánuði fyrr, eða í
apríl og aftur í júlí, 0,3% á dag.
Af þeim 120 eldisbúrum sem komið
var fyrir í sjó í september 1989 týndust
eða skemmdust 40 búr vegna óveðurs á
tímabilinu. Dánartíðni skeljanna í búr-
unum var frekar lág, 10% fyrra árið
(1989-1990) en 15% seinna árið (1990
-1991).
Árstíðasveiflur í blaðgrænu-a, sem er
mælikvarði á magn svifþörunga, voru
svipaðar öll rannsóknarárin (1988
-1991). Blaðgrænan var í lágmarki yfir
veturinn (nóvember til mars) en mældist
hæst í júlí (2,4, 3,8 og 2,6 mg/m3) (6.
mynd).
Samræmi má finna á milli vaxtarhraða
og blaðgrænu, þar sem sveiflur í vaxtar-
hraða virtust fylgja sveiílum blaðgrænu-
magns, að undanskildu haustinu 1988 en
þá voru skeljarnar örsmáar.
Árstíðasveiflur í meðalhitastigi sjávar
á ræktunarstaðnum voru svipaðar öll
rannsóknarárin, að undanskildum vetrin-
um 1990-1991 en þá mældist hitinn um
það bil 2°C hærri en undanfarandi vetur.
Hitinn mældist hæstur í júlí 1989
(10,1°C) en í ágúst árin 1990 og 1991
(11,0 og 11,4°C).
Eins og sjá má af 6. mynd var
160