Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 55

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 55
Árný E. Sveinbjörnsdóttir Stöðugar samsætur súrefnis og vetnis og not þeirra við j arðhitarannsóknir INNGANGUR í þessari grein er fjallað um mæl- ingar á súrefnis- og vetnissamsætum og sagt frá því hvaða upplýsingar þær geta gefið um eiginleika og ástand jarð- hitakerfa og verða kerfin á Reykjanesi og við Kröflu notuð sem dæmi. Mæl- ingar á samsætum eru gerðar í rann- sóknatæki sem á íslensku er nefnt massagreinir (mass spectrometer). Massagreinir var fyrst settur upp hér á landi árið 1962, á Raunvísindastofnun Háskólans. Var tækið gjöf frá Al- þjóðakjarnorkumálastofnuninni í Vín og ætlað til rannsókna á íslensku vatni. Á sjöunda og áttunda áratug aldarinnar voru fjölmargar mælingar gerðar á vetnissamsætum íslensks vatns. Meðal- tvívetnisstyrkur í úrkomu á landinu öllu var metinn út frá mælingum á stað- bundnu grunnvatni. Grunnvalnskerfi voru skilgreind á grundvelli tvívetnis og grunnvatnsstraumar landsins kort- lagðir. Þá var einnig sýnl fram á að hægt væri að nota styrk tvívetnis í jarðhitavatni til að meta uppruna þess, þ.e. hvar vatnið hafði fallið sent úrkoma, og þannig áætla rennslisleiðir þess frá upprunastað að sýnatökustað. Þessi góði árangur Islendinga í massa- greinisrannsóknum leiddi til þess að auðsótt reyndist að fá annan, þegar sá fyrri hafði runnið sitt skeið. Árið 1984 kom til landsins nýr massagreinir sem hefur verið í stöðugri notkun síðastliðin ár, til mælinga á súrefnis- og vetnissamsætum í vatni. SAMSÆTUR Snemma á 20. öldinni voru leiddar líkur að því að sum frumefni væru gerð úr atómum með mismikinn massa. Orðið „isotope“ (samsæta) var fyrst notað árið 1913 um efni sem áttu sæti á sama stað í lotukerfinu en voru þó ekki eins. Fjöldi róteinda í kjarna frumefnis er ávallt hinn sami og ræður sæti þess í lotukerfinu. Auk rótcinda eru nifteindir í kjarna. Fjöldi þeirra er breytilegur. Massi atóma sama frum- efnis getur því verið mismunandi þótt þau sitji í sama sæli í lotukerfinu. Hver gerð atóms er kölluð samsæta frum- el'nis. Af vetni, sem hefur eina róteind, eru samsætur með engri nifteind ('H) algengastar, en næst koma samsætur með einni nifteind, s.k. tvívetni (2H eða D). Af súrefni, sem hefur átta rótcindir, er samsæta með átta nift- eindum ("’O) algengust, en næst kernur gerð með tíu nifteindum (l80). Með tilkomu massagreinis Aston (1919) kornst mikill skriður á upp- götvun og skráningu samsæta. Það ár uppgötvuðust 202 samsætur af 71 frumefni. Giauque og Johnston (1929) Náttúrufræðingurinn 62 (3-4), bls. 165-180, 1993. 165
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.