Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 57
1. mynd. Einfölduð mynd af meginhlutum massagreinis. Myndin sýnir að skipta má
tækinu upp f 5 meginhluta, þ.e. a) inntak, þar sem sýnið sem mæla á er sett inn; b)
jóngjafa, þar sem sýnið er jónað, beint eða óbeint með rafeindastraumi frá glóðarþræði;
c) rafsvið (nokkur hundruð til nokkur þúsund volt), en í því er jákvætt hlöðnum jónum
hraðað; d) segulsvið (sjálfan massagreininn), sem hinar hraðskreiðu jákvætt hlöðnu
jónir eru sendar í gegnum og sveigir það braut þeirra. Radíus sveigjunnar er háður
hraða (þ.e. styrk rafsviðs), massa og styrk segulsviðsins. Hægt er að beina jónunt með
mismunandi massa á úttaksraufina með því að breyta hröðunarspennu eða styrk
segulsviðsins; e) skynjara, sem sér um skráningu niðurstaðna; jónir sem komast gegnum
úttaksraufina falla á söfnunarrafskaut. Jónastraumurinn er magnaður upp og skráður sem
fall af styrk segulsviðs eða hröðunarspennu. Fyrir utan þessa fimm meginhluta er
lofttæmikerfið einn mikilvægasti hluti massagreinisins, þar eð lofttæmi er ein af megin-
forsendum greiningartækninnar. Schematic layout of the main constituent parts of the
mass spectrometer.
en staðallinn. 8I80 = -5 þýðir að
sýnið hefur 5%o eða 0,5% minna ibO en
staðallinn.
MÆLINGAR Á VETNIS-
OG SÚREFNISSAMSÆTUM
Á ÍSLANDI
Fyrstu greiningar á samsætum í
íslensku vatni, bæði köldu og heitu,
voru gerðar í Bandaríkjunum á árunum
1948-1957 (Gunnar Böðvarsson 1962,
Friedman o.fl. 1963). Þessi frumvinna
sýndi að beint samband ríkti á milli
l80- og D-styrks vatnsins. Samkvæmt
Craig (1961) einkenna slík tengsl
úrkomu sem myndast hefur við upp-
gufun sjávar og síðan þéttingu. Þannig
styrktu þessar niðurstöður þá kenningu
167