Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 63
Krafla
Niðurstöður mælinga á súrefnissam-
sætum í kalsíti og kvarsi í holu KJ-7,
Kröflu, ásamt myndunarhitastigi reikn-
uðu frá dreifingarstuðlum O'Neils o.fl.
(1969) fyrir kalsít-vatn en stuðlum
Matsuhisa o.fl. (1979) fyrir kvars-vatn
og gildinu -1 l,09%c fyrir 8l80-vökvann
(Árný E. Sveinbjörnsdóttir o.fl. 1986),
ásamt núverandi hitastigi metnu út frá
borholumælingum (Valgarður Stefáns-
son 1981), eru sýnd í töflu 2 og á 4.
mynd. Myndin sýnir að reiknað jafn-
vægishitastig fyrir kalsít er heldur
hærra en mælt hitaslig í holunni í dag,
enda þótt mismunur sé mjög lítill á
flestum sýnum. Sýnt hefur verið fram
á að jarðhitakerfið við Kröflu er ekki
einsleitt (Halldór Ármannsson o.fl.
1987). Á hinu upphaflega borsvæði,
Leirbotnasvæðinu, þar sem hola 7 er
staðsett, er kerfið tvískipt í efri og
neðri hluta. Vatnsfasi leikur um efri
hlutann, þar sem meðalhitastig er um
200°C, en suða á sér stað í þeim
neðri, en þar hefur hitastig verið mælt
á bilinu 300-350°C (Valgarður Stef-
ánsson 1981, Halldór Ármannsson o.fl.
1987). Vegna þessarar tvískiptingar má
búast við einhverju ósamræmi milli
þess hitastigs sem fæst við mælingar á
samsætunum annars vegar og þess sem
metið er út frá borholumælingum hins
vegar, sér í lagi þegar haft er í huga að
hvorugt hitastigið er nákvæmara en
±15°C. Þess vegna er dregin sú ályktun
að gott samræmi ríki milli samsætu-
hitastigsins, sem reiknað er út frá
mælingum á kalsíti og á jarðhita-
vökvanum, og þess hitastigs sem ríkir
samkvæmt hitastigsmælingum í bor-
holunni. Sýnið af 924 m dýpi inni-
heldur óvenjulítið l80 og endurspeglar
sennilega hinn mikla hitastigsmun sem
ríkir milli efri og neðri hluta kerfisins.
Það er vert að benda á að þetta sýni
tilheyrir efri hluta þótt samsætustyrkur
Hitastig °C
4. mynd. Samanburður á mældu hitastigi
(------) og samsætuhitastigi, sem reiknað
er út frá mælingum á samsætustyrk
steinda og vökva frá holu KJ-7 í Kröflu.
Suðuferill vatns er sýndur til við-
miðunar. Comparison of isotopic tempera-
tures calculated for mineral-fluid fraction-
ation with the estimated temperature pro-
file (-----) for well KJ-7 in the Krafla
field. The boiling curve of water is shown
as a dotted line for reference.
þess eigi betur við neðri hlutann. Jafn-
vægishitastig reiknað frá niðurstöðum
súrefnissamsætugreininga á kvarsi
(Árný E. Sveinbjörnsdóttir 1983) og
jarðhitavökva (Árný E. Sveinbjörns-
dóttir o.fl. 1986) á 924 m dýpi er mis-
munandi eftir því hvort stuðst er við
tært eða mjólkurlitað kvars og er
munurinn 55°C. Sýnin virðast því
endurspegla ójafnvægi í samsætustyrk
á viðkomandi dýpi og tengist það
sennilega skiptingu kerfisins í tvo
hluta. Þessar niðurstöður geta enn-
fremur þýtt að skiptingin milli efri og
neðri hluta sé breytileg með tíma,
þannig að jarðlög á um 924 m dýpi
173