Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 65
metin voru út frá borholu-
mælingum (Trausti Hauksson
1981) og eru þau, ásamt hita-
stigum reiknuðum frá hlut-
föllum súrefnissamsæta í kvarsi
og feldspati, sýnd á 6. mynd.
Af myndinni sést að mjög gott
samræmi ríkir milli hitastigs
sem reiknað er frá hlutföllum
súrefnissamsæta í kalsíti og þess
hitastigs sem metið hefur verið
út frá borholumælingum, ef
litið er framhjá tveimur efstu
sýnunum (frá 150 m og 246 m
dýpi). Þessar niðurstöður
benda því til jafnvægis milli
kalsíts og þess jarðhitavökva
sem streymir um jarðhitakerfið
á Reykjanesi í dag. Efstu tvö
sýnin eru hins vegar of snauð
af lsO til að endurspegla jafn-
vægi við jarðhitavatnið. Hægt
er að skýra það á þrennan hátt:
a) að hærri hiti hafi ríkt í
Reykjaneskerfinu áður fyrr,
b) að tvö efstu sýnin hafi náð
jafnvægi við vökva sem er
snauðari af '80 en meðal-
vökvinn,
c) að hitastig í efstu 250 m
holunnar (100°C) sé of lágt
til að jafnvægi náist milli
kalsíts og jarðhitavökvans.
Hvað varðar síðastnefnda
möguleikann verður hann að
teljast ólíklegur þar sem fyrri
rannsóknir hafa sýnt að kalsít
nær jafnvægi við sambærilegt
hitastig og þarna ríkir (Clayton
o.fl. 1968). Fyrsti möguleikinn
virðist einnig ólíklegur, þar
sem hitastigsbreyting ætti að
endurspeglast, að einhverju
leyti, í öllum sýnunum en ekki
eingöngu þeim efstu. Einfald-
asta skýringin virðist vera sú að
staðarregnvatn, þar sem 8I80
3. tafla. 8l80-gildi bergs úr jarðhitakerfunum á
Reykjanesi og í Kröflu. 8lsO values for rock
samples from the Reykjanes and Krafla fields.
A B C
Reykjanes Fersk yfirborðssýni H-2 basalt 6,0
H-3 basalt 4,9 - -
H-9 basalt 6,0 - -
H-11 basalt 5,7 -
Borholusvaif (hola RN-8) 520 ni basalt 5,3
648 m móbergsbreksía - 5,3 -
882 m set 3,0 - 3,0
1042 m basalt 4,4 - -
1180 m set - 4,8 3,2
1298 m basalt 3,3 4,6 -
1498 m móbergsbreksía 2,8 5,6 -
1672 m basalt 3,2 - -
1716 m basalt - 5,2 3,6
Krafla Fersk yfirborðssýni KK-16 dólerít KK-20 basalt KK-2 basalt OCT-12 basalt (1981) OCT-1 basalt (1981) KK-26 ísúrt berg KK-6 rhýólít (gamalt) KK-1 rhýólít (ungt) Borholusvaif (hola KJ-7) 246 m móbergsbreksía 4.5 4.6 4.7 4,4 4,6 1.8 5.1 3.2 -6,7
390 m ummyndað basalt -4,1 - -
438 m móbergsbreksía -4,8 - -
630 m móbergsbreksía -5,3 - -
798 m basaltbreksía -5,5 - -
924 m ummyndað basalt -6,9 - -
1000 m dólerít -5,1 - -
1274 m basalt - -3,2 -
1404 m basalt -4,6 - -6,6
1720 m basalt - -4,6 -
1780 m móbergsbreksía -7,4 - -
1900 m basalt - - -8,6
2144 m ummyndað basalt -7,2 - -
Dálkur A=heildarsýni; B=fersk bergbrot; C=ummynduð
bergbrot. Númer fyrir framan borholusvarfsýni vísa til
dýpis viðkomandi sýnis í metrum.
175