Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 96
Fréttir
Levis-blátt
Baðmull eða bómull er unnin úr
þráðum á fræjum baðmullarrunna,
Gossypium. Yfirleitt er baðmullin hvít,
en mórauð afbrigði þekkjast í náttúrunni,
að vísu ekki vel fallin til vinnslu í vélum.
Nú keppast tvö bandarísk erfðatækni-
fyrirtæki við að fá fram plöntur með
blárri baðmull.
Stefnt er að því að koma genunum
sem stýra myndun á bláu litarefni í
indígóplöntum inn í baðmullarrunnann,
og þannig að einungis fræhárin litist,
aðrir hlutar runnans haldi eðlilegum lit.
Forstöðumaður Agracetus, annars fyrir-
tækisins, telur engan vafa á að þetta muni
takast, það sé bara spurning um tíma og
fé.
Bláu baðmullina á að nota í galla-
buxur. Líklegt má telja að bláar galla-
buxur muni enn um sinn njóta vinsælda
en aðferðir við að lita baðmullina í þær
eru tímafrekar, kostnaðarsamar og mjög
mengandi. Þykir því nær fullvíst að tíma
og fé til þróunar á blárri baðmull sé vel
varið.
Lágvaxnir menn frá Leníngrad
Læknar við University College í
Lundúnum hafa komist að því að
lágvöxnum mönnum er hættara við
hjarta- og æðasjúkdómum en þeim sem
hærri eru. Grunur þeirra er að hvort
tveggja, smæðina og kvillasæknina, megi
rekja til vannæringar á fósturskciði. Til
að pról'a þessa tilgátu tóku Bretarnir
höndum saman við kollega sína á
kvensjúkdóma- og fæðingarstofnun í
Pétursborg.
I nóvember árið 1941 settist þýskur her
um borgina, sem þá hét Leníngrad, og
umsátrinu lauk ekki fyrr en 18 mánuðum
síðar, vorið 1943. Þá höfðu nærri milljón
Leníngradbúar farist af næringarskorti.
Nú verður leitað manna sem komu
undir í Leníngrad meðan borgin var í
herkví Þriðja ríkisins og þeir bornir
saman við menn sem getnir voru fyrr
eða síðar en eru eða voru að öðru leyti
sambærilegir. 1 umsátrinu fengu Lenín-
gradbúar að jafnaði ekki nema um 300
varmaeiningar í daglegri fæðu. El' í ljós
kemur að þeim sem þar og þá voru í
móðurkviði sé hættara við hjartaáfalli
en mönnum úr viðmiðunarhópunum
rennir það stoðum undir tilgátu Bretanna.
Hassnemar í heilanum
Komið heftrr í ljós að í ýmsum
heilafrumum í okkur og öðrum spendýr-
um eru sérhæfðir nemar fyrir kannabis-
el'ni. Fátt er vitað um hlutverk þessara
nema, sem eru prótínefni í frumuhimnum
taugunganna, en lelja verður ósennilegt
að náttúran hafí búið okkur þeim til þess
að leyfa okkur að komast í hassvímu.
Menn hafa um allmörg ár þekkt nema í
heilanum sem greina ópíum og úrefni
þess, svo sem morfín og hcróín. Jafnframt
er ljóst að í heilanum verða til ópíumlík
boðefni, endorfín, sem kalla fram náttúr-
lega vellíðan.
Nú hefur ísraelskur efnafræðingur
einangrað úr heilavef efni sem binst
kannabisnemunum. Efnið er kallað
anandamíð, en ananda er sanskrít og
útleggst „sæla“. Náttúrlegt hlutverk þess
er óþekkt.
Náttúrufræðingurinn 62 (3-4), bls. 206-208, 1993. 206