Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 111

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 111
ingur vatnsmestu ár landsins, Ölfusár. Á hlýjum sumardegi getur rennslið auðveldlega farið upp í 600-700 rúmmetra á sekúndu (hálft annað meðalrennsli Ölfusár) en dettur niður í 40-50 rúmmetra á sekúndu um hávetur, jafnvel mun neðar (6-7 rúmmetra á sekúndu) ef kuldar eru langvinnir. Líklega er þar kornið mestallt lindarvatn sem í Jöklu er að finna. Jökulsá er ein allra gruggasta á landsins. Svifaur í henni nær um 2 grömmum í lítra vatns að meðaltali á sumrin. Getur hún því flutt yfir 50.000 tonn á sólarhring miðað við meðal- rennsli en yfir 150.000 tonn eða svo á sólarhring í mjög miklum sumar- vöxtum. Á veturna er svifaurinn lítill. Heildarmagn þess svifaurs sem Jökla ber fram á ári er metið 9 milljónir tonna. ÓTRÚLEG SVIPBRIGÐI Sagt hefur verið um jökluár að þær séu duttlungafyllstu vatnsföllin; skipti ört um yfirbragð, rétt eins og skap- mikill maður sem breytir oft svip sínum. Þetta á svo sannarlega við um Jöklu. Til marks um það fylgja þessu greinarkorni nokkrar ljósmyndir Sig- urðar Aðalsteinssonar bónda á Vað- brekku í Hrafnkelsdal. Hann er náttúru- glöggur maður og hefur gaman af því að fylgjast með náttúrufari í byggð og óbyggðum. Hver samstæða ljósmyndanna er af nákvæmlega sama stað. Sumarmyndirn- ar eru leknar 7. júlí 1991. Þá var óvenjugott sumar hérlendis og hiti á Norðausturlandi oft milli 20 og 30 stig, einkum í suðvestanátt. Þennan dag mátti lesa 25-29 stig á mæli að Vaðbrekku, en degi var tekið að halla þegar Sigurður tók myndirnar. Á veður- athugunarstöðinni á Brú, skammt frá Vaðbrekku, var lágmarkshili 7. júlí 9 stig en hámarkshiti 25 stig. Mjög heitt var dagana á undan, m.a. mældist 27 stiga hiti á Brú. Vatnamælingar hjá Vatnsorkudeild Orkustofnunar upplýsa að meðalrennsli Jöklu þennan dag hafi verið um 825 rúmmetrar á sekúndu en farið upp í 904 rúmmetra. Segir Sigurður að þetta rennsli sé með allra mesta móti. I suðvestanátt verður hnjúkaþeyr áberandi norðaustan Vatna- jökuls og á Brúarjökli. Hugtakið nær yfir ferlið þegar rakt loft kólnar við að lyftast yfir hálendi, skilar rakanum sem úrkomu áveðurs en sígur svo og hlýnar mjög sem þurrt loft hlémegin. Þannig getur lofthiti í suðvestanátt verið um 10 stig í byggð á Suðurlandi en 15-20 stig á norðaustanverðu landinu. Sam- kvæmt athugunum Ahlmanns hins sænska og Sigurðar Þórarinssonar 1936 stöfuðu 86% leysingar á Hoffellsjökli af varmanámi snævar úr hlýjum vind- um (iðustraumum lofts) yfir jöklinum og vegna varma frá vatnsgufu sem þéttist við yfirborð jökulsins. Líklega má skýra þetta mikla rennsli Jöklu með óvenjuhlýjum vindum og háum lofthita í hnjúkaþeynum í júlíbyrjun umrætt sumar. Einnig kann uppistöðuvatn frá jöklinum að hafa komið til. Vormyndirnar eru teknar 7. maí 1992. Vorið var frekar svalt í heild sinni og gerði kuldakast í maí. Á Brú var lágmarkshiti 7. maí -3 stig en hámarkið -1 stig. Áin var þarna vatnslítil miðað við árstíma eða í 14 rúmmetra rennsli á sekúndu, skv. vatnamælingum, straumlítil og hálftær. Þennan dag var örfárra stiga hili lesinn af hitamæli á Vaðbrekku. Með saman- burði ljósmyndanna sést glöggt hve miklum stakkaskiptum áin tekur og hve langt á land vatnsflaumsins gætir, miðað við lágmarks- eða jafnvel meðalrennsli. Jökla, í foráttuham, hlýtur oft að hafa verið verulegur farar- tálmi á sumrin í eina tíð. 221
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.