Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 117

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 117
Aðalsteinn Sigurðsson Kóngakrabbi Paralithodes camtschatica (Tilesius) í Náttúrugripasafni Seltjarnarness Rækju var landað úr rússneskum togara á Vestfjörðum um mitt árið 1991. Rússarnir buðu þar krabba til sölu, en þá höfðu þeir veitt í Barentshafi. Einn þeirra komst í hendurnar á Sigurði Kr. Arnasyni og þar með í Náttúrugripasafn Seitjarnarness, enda hefir Sigurður unnið ötullega að vexti þess og viðgangi. Safnið er eins og stendur í Val- húsaskóla og aðeins opið á skólatíma. Sigurður fékk mig til að líta á krabb- ann í von um að ég gæti greint hann til tegundar. Þegar ég sá hann kom mér í hug kóngakrabbi, en hann hafði ég séð vestur á Kyrrahafsströnd fyrir rúmlega 30 árum, svo öruggur gat ég ekki verið um þetta. Þessi krabbi átti, eftir þvf sem ég best vissi, ekki að finnast nær en í Beringshafi, sem liggur á milli Síbiríu og Alaska. Við eftirgrennslan kom í ljós að Rússar höfðu gert tilraun lil að i'lytja þennan krabba í Barentshaf vegna þess hve verðmætur hann er á heimaslóðum sínum, þar sem tugþúsundum smálesta (69.000 smál. 1976) hefir verið landað af honum árlega. Þess ber þó að geta að dregið hefir úr heildarafla síðan, vegna mikillar sóknar. Upp úr 1930 fluttu Sovétmenn kónga- krabba frá Kyrrahafssvæðinu í Barents- haf og kcnndu hann við Kamtsjatka- skagann, þar sem hann var veiddur. Sá skagi er ámilli Beringshafs og Okhotska- hafs og norðaustur af Japan. Þessi tilraun mistókst að mestu eða öllu leyti. Á árunum 1961 til 1969 fluttu þeir svo um það bil 10.000 kóngakrabba, eins til þriggja ára gamla, og um 3.000 stóra krabba, sex til sextán ára gamla, í Barentshafið, ýmist með járnbrautum eða flugvélum. Einnig reyndu þeir að flytja frjóvguð krabbaegg til Murmansk 1960 og 1961, þar sem þau voru látin klekjast út. Mest af þeim drapst í meðförum en þó var um einni og hálfri milljón lirl'a slcppt í hafið 1961. Meira hef ég ekki getað fundið um þessa tilraun með flutning eggja eða árangur af henni. Rússneskar heimildir frá 1978 segja að útlit sé fyrir, að krabbarnir séu búnir að ná fótfeslu í Barentshafi og ný kyn- slóð sé þegar búin að hasla sér þar völl. Þetla stangast á við það að á ársfundi Alþjóðahafrannsóknarráðsins 1981 sagði rússneskur sérfræðingur að engar sannanir væru fyrir því að kóngakrabb- ar hefðu aukið kyn sitt í Barentshafi, þó þeir virtust lifa þar góðu lífi. Hins vegar birti rússneska sendiráðið í Wellington á Nýja Sjálandi frásögn um kónga- krabba í Barentshafi 1989. Þar segir að ekki þyki lengur tíðindum sæta þó kóngakrabbar komi í botnvörpur í Barentshafi. Einnig var tjáð að sumarið Náttúrufræðingurinn 62 (3-4), bls. 227-230, 1993 2 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.