Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 118
1. mynd. Kóngakrabbi úr Barentshafi. Breidd skjaldarins er 24 cm og breidd yfir lappir
rúmlega 90 cm. Ljósm. Aðalsteinn Sigurðsson.
áður hafi tveir krabbar borist til rann-
sóknastofnunar í Murmansk, og töldu
sérfræðingar þar öruggt að þeir væru úr
klaki frá 1982 eða 1983. Þar með verð-
ur að teljast sannað að kóngakrabbinn
sé farinn að auka kyn sitt í Barentshafi.
Krabbinn í Náttúrugripasafni Sel-
tjarnarness er kóngakrabbi Paralithodes
camtschatica (Tilesius). Hann er skyld-
ur gaddakrabbanum Lithodes maja L.,
sem er mjög útbreiddur um norðanvert
Atlantshaf og er meðal annars hér við
land. Sumstaðar er gaddakrabbinn
veiddur til manneldis. Hugsanlega
mætti nýta hann hér en þckking á
stofnstærð hans er of lítil til þess að um
það verði sagt að sinni.
Meðfylgjandi mynd er af krabbanum
á Seltjarnarnesi. Þetta er stórt karldýr
og er skjöldurinn 24 cm á breidd og 21
cm á lengd. Þvert yfir lappirnar eins og
hann liggur á myndinni eru rúmlega 90
cm. Við Kamtsjatka er sagt að skjöldur
kóngakrabbans geti orðið 25 cm á
breidd, svo okkar krabbi er gríðarstór,
enda hlýtur hann að vera a.m.k. á milli
20 og 30 ára gamall ef hann er einn af
þeim kröbbum sem Rússar fluttu í
Barentshaf á sjöunda áratugnum, en það
má líklegt telja.
Náttúruleg heimkynni kóngakrabbans
eru í Japanshafi, Okhotskahafi, Berings-
hafi, við Alaska og suður að ströndum
Kanada.
Karldýrin verða kynþroska þegar
brcidd skjaldarins er 10-12 cm en þá er
talið að þau séu um 10 ára gömul.
Kvendýrin verða kynþroska þegar
skjaldarbreiddin er 8-9 cm og þau eru
um átta ára gömul. Mesta skjaldarbreidd
sem mælst hefir við Kamtsjatka er á
karldýrum 25 cm og á kvendýrum 19,5
cm. Þar er talið að krabbarnir verði um
20-30 ára gamlir.
228