Samvinnan - 01.06.1927, Side 7
SAMVINNAN
85
f ur eyja. Þverá hafði brotið sér farveg norðan við bj gð-
’ ina og vestur í Þjórsá. Var illfært úr landi út í Þykkva-
bæinn, og auk þess eyðilagði vatnsflaumurinn meginið af
engjum þessa bygðarlags. Meðan svo stóð á var nálega
ókleift fyrir bændur í Þykkvabæ að ná til Rvíkur eða
Eyrarbakka til þungavöruverslunar.
Eins og vonlegt var vildu Þykkbæingar reyna að
stífla aftur þennan landbrotsós. En kostnaðurinn var þeim
um megn. Landið varð að hjálpa. Þetta var gert, en kost-
aði langa og harða baráttu við kyrstöðuaflið í sýslunni.
En enginn maður beitti sér meira fyrir framkvæmd þessa
verks en kaupstjórinn í Hallgeirsey, enginn talaði betur
kjark í þá hugdeigu heima fyrir. Enginn sannfærði bet-
ur þing og stjórn um réttmæti þeirrar stefnu að bjarga
fólkinu í Þykkvabænum frá bersýnilegri uppflosnun held-
ur en hann.
Það tókst að vinna verkið. Þykkvabænum var bjarg-
að og þar sem áin flæddi áður yfir og braut, eru nú blóm-
legar engjar. Þykkvibærinn er ekki lengur eyja. Fyrir-
hleðslan var brú í land. Bar nú tvent að í einu. Erfiðlegast
» gekk að athafna sig við uppskipun í Þykkvabænum, að-
staðan þar til muna verri en við Holtsós og í Hallgeirsey.
Og eitt vorið hvarf millilandaskipið endanlega frá að skipa
þar upp og- fór með vörurnar til Rvíkur. Um sama leyti
var „brúin“ bygð til lands. Vagnfært var orðið úr Þykkva-
bænum og til kaupstaðanna í vesturátt. Niðurstaðan varð
þá sú að deildin í Þykkvabæ vildi, eins og þá var komið,
síður treysta hinni dutlungafullu sjóleið. Það voru þess-
vegna hinar ytri kringumstæður, sem urðu valdar að því
að Þykkbæingar hættu um stund að versla í kauptelagi.
En þessi bygð myndi nú í eyði að mestu leyti, ef bændur
þar hefðu ekki sýnt hinn mesta dugnað við að byggja
torfbrúna miklu yfir Djúpós, og átt þar til aðstoðar aðra
menn, ekki búsetta í Þykkvabænum, sem studdu þá
drengilega að verkinu. Mun svo verða litið á síðar, af
óhlutdrægum mönnum, að kaupmannablöðin hafi litla
ástæðu til að kasta steinum að kaupstjóranum í Hallgeirs-