Samvinnan - 01.06.1927, Síða 9
SAMVINNAN
87
vera, myndu hafa verið samherjar. Niðurstaðan er samt
orðin sú, að kaupmenskan í kaupfélögnnum blessast ekki
vel. Kaupmannsandinn í þessum þrem félögum á Eyrar-
bakka og Stokkseyri hefir orðið þeim að bana. En svo
undarlega vill til, að blöð kaupmannanna hafa ekki frætt
fólkið um afdrif þessara félaga, ekki um skuldir þeirra,
ekki um töp bankanna á þeim eða neitt þessháttar. Manni
skilst yfirleitt, að kaupmenn hafa taiið þessi félög heyra
til öðrum flokki en hin eiginlegu samvinnufélög. Guð-
mundur Guðmundsson kaupstjóri í Heklu hefir nú keypt
eignir Heklu og rekur nú verslun undir eigin nafni, bæði á
Eyrarbakka og Selfossi.
Það er ákaflega einkennilegt, að alstaðar í bygðum
landsins fyrir vestan, norðan og austan, dafna kaupfélög-
in, og þó að erfiðleikar komi fyrir, eins og á Rauðasandi,
þá líður ekki nema stutt stund þar til bændumir byrja að
nýju. En á Suðurlandi, hinu svonefnda „hjarta landsins“,
eins og stundum er komist að orði, er það ekki nema á
útjöðrum, sem kaupfélagsskapurinn helst einn við, í
Grímsnesi, Laugardal og Biskupstungum, og syðst og
austast í Rangárvallasýslu. Hver er ástæðan? Þær eru
sennilega nokkrar. Fyrst að gömlu félögin hafa haft kaup-
menskusinnaða menn í kaupstjórastöðu og það hefir sett
deyfðarblæ á alla starfsemi. í öðru lagi er hafnarvand-
kvæðin á Eyrarbakka og Stokkseyri mikil hindrun, þó að
þar sé vitanlega miklu betri aðstaða en við Holtsós og í
Iíallgeirsey. Einkum hefir það verið afarbagalegt fyrir
verslanir á suðurströndinni, að byrgja sig með vörur á
vorin til alls ársins, þegar stórsveiflur hafa komið á krón-
una á haustin, eins og verið hefir undanfarin ár. Þriðja
ástæðan til erfiðleika við samvinnu í nánd við Reykjavík
eru hin miklu beinu og óbeinu áhrif þaðan frá hinum
fjölmenna flokki samkepnismanna í höfuðstaðnum. Er
hér bersýnilega um mikla hættu að ræða fyrir bændur á
Suðurlandi. Takist þeim ekki að hagnýta sér til efnalegr-
ar bjargar þann stuðning, sem samvinnan hefir veitt stétt
þeirra hér á landi og í hverju öðru sæmilegu mentuðu