Samvinnan - 01.06.1927, Side 19

Samvinnan - 01.06.1927, Side 19
SAMVINNAN 97 Hr. Voigt segir, að nálega helmingur pésans eigi að gera tortryggilega samábyrgðina í dönsku kaupfélögun- um. Tilgangurinn sé auðsýnilega sá, að gera félagsmenn svo hrædda og ruglaða, að þeir hætti að geta hugsað sjálfstætt um málið. f pésanum er fullyrt, að margar fjöl- skyldur í landinu séu fjárhagslega eyðilagðar vegna sam- ábyrgðarínnar. En engin af þessum fjölskyldum er nefnd, enda mun það ekki hægt. Og helsta sönnun kaupmanna- félagsins er sú, að eitt félag (af 1800) í landinu, hafi lent í vandræðum og þurft á nýjum framlögum að halda. Þá segir pésinn, eins og B. Kr., að félagsmenn viti ekkert hvað samábyrgðin sé og leiðtogar félaganna haldi leyndri hættu þeirri er henni fylgi, til að geta lokkað fáfróða menn í gildruna. Hr. Vogit segir, að þetta sgu bein ósannindi. Samábyrgðin komi fram í lögum nálega allra kaupfélaga í landinu, og félagsmenn þekki vel eðli hennar og eigin- leika af umræðum í blöðum og á fundum. Síðan lýsir ráða- nautur danskra samvinnufélaga skýrt og skorinort hvað samábyrgðin þýði fyrir danska bændur. „Eg vil nota þetta tækifæri til að minna á, að án samábyrgðarinnar væri samvinnuhreyfingin í Danmörku alls ekki komin svo langt áleiðis, sem raun ber vitni um. . . . Samábyrgðin er sú meginhjálparhella, sem hefir gert dönskum bændum fært, að komast í fremstu röð á heims— markaðinum og halda þeirri aðstöðu, einmitt með hinar torseldustu vörutegundir. Án samábyrgðarinnar mundi hafa verið ómögulegt að fá nauðsynleg rekstrarlán til at- vinnurekstrarins. . . . Enginn nema maður, sem knúinn er fram af ræktarlitlum, eigingjörnum hvötum getur leyft sér að fara lítilsvirðandi orðum um samábyrgðina, sem þrátt fyrir alt, sem andstæðingar segja, hefir bæði fjárhagslegt og siðferðilegt gildi fyrir meginhluta þjóð- arinnar“. Kaupmannafélagið lét gera þann mun á samábyrgð- inni, að hún væri góð í framleiðslufélögunum, sláturfé- lögunum og mjólkurfélögunum, en eyðileggjandi í kaup- félögunum. Fr. Voigt sannar að allar tegundir danskra 7

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.