Samvinnan - 01.06.1927, Page 26
104
SAMVINNAN
ið ætti að verða meðeigandi í verksmiðju þessari og gæti
vel komið til mála að taka upp þá hugsun aftur. Með
þeim hætti fengju íslendingar steinlím með sama verði og
Danir, að viðbættum flutningskostnaði. Mikið af steinlími
frá þessari verksmiðju er selt til Brasílíu.
Nú í sumar og haust hafa hin ýmsu sam-
Tjón vinnufélög íDanmörku verið að jafna niður
við Andels- tjóninu, sem leiddi af hmni Andelsbank-
bankann. ans. Danska sambandið tapaði á fimtu
miljón og greiddi það þegar í stað með
nokkru af tekj uafgangi tveggja síðustu ára. Steinlíms-
verksmiðjan tapaði einni miljón og gat greitt það alt á
þessu ári.
Þjóðverjum er sýnt um að hafa skipulag
Kaupfélagið á vinnu sinni. Þeir byrjuðu ekki fyr en um
í Hamborg. síðustu aldamót, að stofna kaupfélög, svo
að verulega munaði um. Nú eru í Þýska-
landi nokkur voldugustu félög í heimi. Eitt hið stærsta og
þektasta er í Hamborg og heitir „Produktion“, þ. e. fram-
leiðsla. I nafninu liggur stefna félagsins. Það vill fram-
leiða vegna neytendanna. Félagið á sláturhús, eitt hið
stærsta í Evrópu og er þar slátrað allskonar búsmala
handa einni miljón manna. Að sjálfsögðu eru kælihús og
niðursuðuverksmiðjur í sambandi við sláturhúsið. Félagið
hefir um 300 búðir í Hamborg. í sumum er seld algeng
matvara er í öðrum eingöngu kjöt eða brauð. Þá hefir fé-
lagið ennfremur margskonar sérverslanir, m. a. með hús-
gögn.