Samvinnan - 01.06.1927, Page 29

Samvinnan - 01.06.1927, Page 29
SAMVINNAN 107 á pappímum. Hinir fögru draumar frelsishetjanna frá 1787 hafa ekki rætst. Þessu valda ýmsar orsakir. í hinu unga ríki, með miklum innflutningi fólks, hefir baráttan fyrir tilverunni verið ákaflega hörð, og hún hefir tekið mestan hluta af starfskröfum fólksins, svo það hefir alt fram til síðustu tíma ekki verið til neinn pólitískur áhugi hjá alþýðunni. Aðeins einstaka stónnál, eins og til dæmis þræla- málið, hafa getað komið þjóðinni í æsingu. Þess var áður getið. að arfsagnir og sögulegan grundvöll vantaði í stjórn- málum Bandaríkjanna, en það má líka segja, að þjóðernislegan grundvöll vanti. Að vísu hefir hið enska þjóðerni orðið drotn- andi, en þjóðin er orðin svo blönduð, að hún er harðla frábrugðin hinum upphaflegu landnemum. í heila öld hafa innflytjend- ur frá öllum ríkjum Norð- urálfunnar streymt til Bandaríkjanna. Er þeir hafa búið þar í 5 ár, fá þeir borgararétt. Nú hefir það einkum verið hinn ómentaði og fátækari hluti fólksins, sem flutst hefir vestur yfir hafið, svo ávalt hefir mikill hluti kjósenda Bandaríkjanna verið menn, sem töluðu ensku illa og voru jafnvel lítt eða ekki læsir á það mál, og höfðu alls enga hugmynd um sögu og stjórnmál ríkjanna. Það hefir jafnan verið svo, að fáeinir menn hafa ráð- ið mestu í Bandaríkjunum. Völd foringjanna hafa verið meiri þar en í þingstjómarríkjum Norðurálfunnar. Frá 1864 og alt til vorra daga, hafa fjármálamenn stór- Alex Hamilton, f. 1757 d. 1804. Lögfrœðing'ur, þingmaðuv. - Aðal- höfundur stjórnarskrár Bandaríkj- anna. Forvígismaður sanibands- í'ikisstefnunnar.

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.