Samvinnan - 01.06.1927, Side 32

Samvinnan - 01.06.1927, Side 32
110 SAMVINNAN X. Stjómarbyltingin mikla og áhrif hennar á þingstjóm í ríkjum Norðurálfunnar. Flestir sagnaritarar um langt skeið hafa litið svo á, að stjórnarbyltingin franska 1789 sé hið mikla tímamót, þegar stjómarfar Norðurálfunnar er fært úr miðalda- hjúpnum í búning nútímans. Þetta er rétt, en þó ekki nema að nokkru leyti. Flestar eða allar þær hugsjónir, sem komu fram hjá stjómarbyltingarmönnum, voru áð- ur þektar, en byltingin dreifði þeim út um álfuna, og gerði þær að almenningseign. Á undan stjómarbyltingartímanum var hið ótak- markaða einveldi, hið drotnandi stjómarfyrirkomulag á meginlandi Norðurálfunnar. Af hinni fomu gemiönsku al- þýðustjórn voru litlar leyfar eftir. Fulltrúaþing voru hvergi til, og víðasthvar var þjóðhöfðinginn, keisari eða konungur, alvaldur. Bændur og borgarar, að ekki sé tal- að um verkamenn, lifðu í fullkominni pólitískri ánauð. Þó var þetta mismunandi í löndunum, og það er eng- inn vafi á því, að frönsk alþýða átti við betri kjör að búa 1789 en alþýðan í öðrum löndum álfunnar. Hún var bæði efnaðri, og frjálsari. Alt tal um að Frakkar hafi gert stjómarbyltinguna af því að þjóðin hafi verið svo kúguð af konungi og aðli, er heimska ein. „Það eru hvorki hinir írjálsu né hinir ánauðugu, sem gera stjómarbyltingar, heldur hinir hálffrjálsu", segir spekingurinn Tocqueville. Af því að borgarastéttin franska fann til krafta sinna og skildi þýðingu sína fyrir ríkið, þoldi hún ekki yfirráð aðals og kirkju. Hún hófst handa og sópaði þeim úr valdasess- inum. Fullur þriðjungur franskra jarðeigna var bændaeign, sem gekk að erfðum, og hægt var að kaupa og selja. Frakkland er því hið eina land álfunnar, sem hægt er að tala um virkilega stétt sjálfseignarbænda. Jarðimar vora flestar smáar. Hin franska borgarastétt var betur mentuð en borg-

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.