Samvinnan - 01.06.1927, Page 33
SAMVINNAN
111
arar annara landa á þessum tímum, og í París og öðrum
stórbæjum var fjöldi af auðmönnum, sem fyrirleit ein-
valdsstjómina og aðalinn. Kenningar „upplýsingarmann-
anna“ höfðu gagntekið hugi hins mentaða hluta þjóðar-
innar, og þeir skoðuðu England sem fyrirmyndina. Þeir
vildu fá þingstjóm, þar sem hin mentaða borgarstétt réði,
og þeir vildu brjóta á bak aftur vald konungs, aðals og
kirkju. Jafnhliða þessu var þó önnur stefna uppi. Mentun
æskulýðsins var að miklu leyti fólginn í lestri rómverskra
rita. Unglingamir voru hrifnir af rómverska lýðveldinu,
og þá dreymdi um að skapa ríki, sem væri svipað því.
Rómaborg, Forum Romanum og hetjur Plútarks urðu
hugsjónir æskulýðsins. Menn héldu að Rómverjar á lýð-
veldistímanum, hefðu verið allra þjóða frjálsastir og dygð-
ugastir. Þetta tvent, rómversku áhrifin og ensku áhrifin
mótaði stjórnarbyltinguna frönsku.
Stéttaþingin höfðu ekki verið kvödd saman síðan ár-
ið 1614, en nú var svo komið, að þess gerðist full þörf.
Eyðslusemin og fjárskorturinn, sem jafnan fylgja ein-
veldinu krepti svo að konunginum, að hann varð að fá
nýja skatta, en þá þorði hann ekki að leggja á þjóðina,
nema með samþykki borgaranna. „Tekjuhallinn er besti
dýrgripur þjóðarinnar“, sagði einn af foi*vígismönnum
stjórnarbyltingarinnar, og viðvíkjandi frelsi þjóðarinnar
var þetta orð að sönnu.
En nú kom það í ljós, sem síðan hefir reynst al-
gild regla, að ekkert tímabil er jafn hættulegt fyrir harð-
stjóm, eins og þegar hún er að byrja að slaka á klónni.
Ef höggvið er lítið skarð í flóðgarðinn, er hætt við því,
að straumurinn brjóti allar stíflur.
Hér er ekki staður til þess að rekja sögu stjómar-
byltingarinnar, en aðeins skal skýrt frá áhrifum hennar
á þingstjórn álfunnar. Hún skapaði að vísu fátt nýtt, en
hún útbreiddi eldri hugmyndir, einkum enskar. Hún varð
vitinn, sem lýsti um öll lönd.
Stjómarbyltingamennirnir reyndu jafnan að setja
skoðanir sínar í fast kerfi, og lýsa yfir almennum grund-