Samvinnan - 01.06.1927, Page 37

Samvinnan - 01.06.1927, Page 37
SAMVINNAN 115 ui’ hafa ekki kosningarrétt né kjörgengf til þings á Frakk- landi. Gerðar hafa verið tilraunir með hlutfallskosningar, en hafa ekki þótt reynast vel. Samt er nú síðan 1919 eins- konar vísir til hlutfallskosninga í hverju amti, en aðaltil- gangurinn með því er að vinna á móti litlum stjómmála- flokkum og efla stæmi flokkana. Þingmenn beggja deilda eru hálaunaðir, fá 27,000 franka á ári. Neðri deild hefir meirí áhríf á fjárveitinga- og þjóðfélagslöggjöf. En aftur á móti hefir efri deild öllu meira að segja um utanríkismál. Hún er einnig hæstirétt- ur í einstaka málum, og forsetinn getur ekki rofið neðri deild, nema með samþykki hennar. Þingmenn hafa jafnan rétt og stjómin til þess að flytja fmmvörp, og þeir nota sér hann óspart. Öll frum- vörp, er hafa fjárútgjöld í för með sér, verður fyrst að leggja fyrir neðri deild. Deilur um tekjur, og þó einkum um gjöld ríkisins, eru miklu meiri í franska þinginu en í Parlamentinu. Yfirleitt má segja, að Frakkar, eins og rnargar aðrar þjóðir, hafi rekið sig á sker, sem Englend- ingar með sinni margra alda reynslu, komast klakklaust framhjá. Á Frakklandi hefir ekki verið barátta milli tveggja stórra þingflokka eins og á Englandi. Hinir eiginlegu íhaldsmenn (konungssinnar) hafa verið áhrifalausir síðan 1877. Lýðveldissinnar hafa ráðið ríkinu, en þeir hafa skifst í marga flokka. Nú sem stendur eru 10 stjórnmála- flokkar í Frakklandi. Þetta hefir í för með sér, að ein'n flokkur getur aldrei, eða sjaldan, náð algerðum meirihluta í þinginu. Stjómin verður ætíð að styðjast við tvo, eða fleiri flokka. Hún er því jafnan völt í sæti, ef flokkamir, sem stvðja hana, eru ekki þeim mun samrýmdari. Nú er það gild regla á Frakklandi, að stjórnin verður að víkja úr völdum, ef hún fær meirihluta neðri deildar á móti sér. Hversu lítilfjörlegt, sem það kann að vera. Frakkar skifta ekki frumvörpunum í „Public Bills“ og „Private Bills“ eins og Englendingar. Stjórnin verður 8*

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.