Samvinnan - 01.06.1927, Side 42
120
SAMVINNAN
eða á Norðurlöndum. Þeir voru sambland af ráðherrum
og skrifstofustjórum , og þó fremur hið síðarnefnda, em-
bættismenn keisarans, en ekki þingræðisráðherrar.
Þingið (Reichstag) var kosið með almennum kosn-
ingarrétti. Bismarck treysti því, að bændur gætu ráðið
atkvæðum vinnumanna sinna, og að atvinnurekendur í
borgunum hefðu vald yfir verkamönnum. f hvorutveggja
skjátlaðist honum. En hann bar brennandi hatur til
borgarastéttarinnar í Berlín, og vildi því gefa lægri stétt-
unum kosningarrétt til þess að ógna henni. Hann vildi
nota þingið til þess að vega salt á móti höfðingjunum.
En ekkert var þó Bismarck fjær skapi en að láta
hið þjóðkjörna þing verða of voldugt, og hann viðurkendi
ekki grundvallarreglur þingstjómarinnar. Þingið hafði
engin áhrif á stjómarskifti, né stjómarmyndun. Það
hafði fjárveitingarvaldið og stjórnin gat ekki gefið lög
án samþykkis þess. Vald þess var ávalt lítið, sem mest
kom til að því, að aldrei gat myndast neinn meirihluta
flokkur, sem fengi ráðið gerðum þess. Flokkarnir vom
margir og flokkaskiftingin óskýr. Einn af stærstu flokk-
unum, Centrum, var eingöngu skipaður kaþólskum mönn-
um. Hjá honum réðu trúmálin, fremur en stjórnmála-
skoðanir, og hann vann ýmist með frjálslyndu flokkun-
um, eða íhaldsmönnum.
Auk keisara og fulltrúaþings, var einn mikilvægur
liður í stjórnartilhöguninni, sambandsráðið, sem reyndar
má skoða sem einskonar efri deild þingsins. í því áttu sæti
58 fulltrúar fyrir ríkin í þýska keisaradæminu. Prússland
hafði 17 sæti í sambandsráðinu, en Bismarck hugði, að alt-
af myndu ýmsir fulltrúar smáríkjanna greiða atkvæði með
prússnesku fulltrúunum, svo að'í rauninni fengi Prússland
ráðið öllu. Þetta reyndist eins og hann hafði búist við.
Fulltrúar sambandsráðsins voru valdir af stjómum
ríkjanna, en í flestum ríkjunum var stjómarfarið afar
ófrjálslegt, og þó hvergi verra en í höfuðlandinu, Prúss-
landi. Þessvegna varð sambandsráðið mjög íhaldssamt, og
andvígt frjálslyndum umbótum.