Samvinnan - 01.06.1927, Page 46

Samvinnan - 01.06.1927, Page 46
124 SAMVINNAN in verður því að vera samsteypustjóm og styðjast við tvo eða fleiri flokka. Það er venjulegt þegar miklar og skyndilegar bylt- ingar hafa faiið fram, að langur tími líður þangað til þjóð- félagið er aftur komið í fastar skorður. Svo hefir það einnig reynst á Þýskalandi. Hið mikla los, sem komst á stjórnmálalíf landsins og hið fjárhagslega eymdarástand, eftir heimsstyrjöldina, hafa valdið því, að hin nýja stjórn- artilhögun hefir átt við mikla erfiðleika að stríða. Þó lítur svo út sem þingstjómin sé að verða föst, og eigi traust ítak í meðvitund þjóðarinnar. Á þessu ári hefir verið háð hörð barátta milli keisaraættarinnar Hohenzollern og lýð- veldissinna og ekki verður annað séð, en lýðveldið hafi bor- ið fullan sigur úr býtum. Stjómarskrá Norðmanna 1814 var sniðin eftir hinni frönsku fyrirmynd frá 1791, og var um langt skeið frjáls- asta stjórnarskrá Norðurálfunnar, enda grúfði þoka „Helga Bandalagsins" þá yfir álfunni. Kosningarréttur- inn var þó miklu þrengri en Frakkar höfðu ætlast til, og efnaðri stéttunum voru trygð mikil áhrif. Þjóðin lét sér þetta vel líka um hríð, því áhugi á stjórnmálum var næsta lítill. Þess má geta að stjórnarskráin heimilaði konunginum aðeins frestandi neitunarvald. Ef Stórþingið samþykti eitthvert frumvai’p þrisvar í röð, þá varð það að lögum án staðfestingar konungs. Þetta ákvæði kom til leiðar sambandsslitunum 1905. Um 1870 fór áhugi norskra bænda á stjórnmálum að aukast, og barátta hófst fyrir fullu þingræði. Það er nú fullkomlega viðurkent, og síðan 1913 hafa konur jafnan kosningarrétt og karlmenn. Einnig hafa verið lögleiddar heimakosningar, fyrir þá, sem ekki geta sótt kjörfundi vegna veikinda, aldurs eða annara lögmætra forfalla. Kosið er með hlutfallskosn- ingum í stórum kjördæmum síðan 1920. Kosningarrétt hafa allir borgarar, sem eru orðnir 23 ára. Til kjörgengis þarf 30 ára aldur. 51% af þjóðinni hefir kosningan'étt. Þingmenn eru 150 að tölu.

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.