Samvinnan - 01.06.1927, Blaðsíða 50
128
SAMVINNAN
í landinu, en hinsvegar er oft erfitt að gera upp milli
frambjóðenda flokkanna innbyrðis og hefir úthlutun
þingsætanna valdið talsverðum deilum.
Þessi kosningatilhögun hefir ekki orðið vinsæl, og
hafa ýmsar tillögur komið fram, um að breyta henni, en
ekki hafa þær enn náð fram að ganga.
Ennfremur hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að
sporna við því, að smáir þingflokkar geti myndast í land-
inu. — Aukakosningar fara aldrei fram í Danmörku. Hin-
ir föllnu frambjóðendur eru skoðaðir sem varaþingmenn.
Ef þingmaður deyr eða lætur af þingmensku, þá tekur
sá flokksbróðir hans við sætinu, er flest atkvæði hefir
fengið í því amti, sem hinn fráfarandi þingmaður var kos-
inn í.
Efri deild danska þingsins (Landsþingið) er kosin
með óbeinum kosningum, en með almennum kosningar-
rétti.
í Hollandi hefir lengi verið einskonar þingstjórn.
Nokkur hluti þjóðarinnar hafði áhrif á stjórn landsins,
})egar á þeim tímum, er einveldið ríkti víðasthvar í álf-
unni. Það voru að vísu aðeins efnuðu stéttimar, sem réðu,
en samt var til vísir, til almenns stjómmálalífs. Á öld-
inni, sem leið jókst vald þingsins smátt og smátt og án
þess að snöggar breytingar ættu sér stað. Parlamentið
enska varð fyrirmyndin, sem Hollendingar reyndu að
líkja eftir.
Síðan 1922 er fullkomið þingræði með almennum
kosningarrétti til neðri deildar, í Hollandi. Kjósendur em
hérumbil 50%. Efri deildin er, og hefir lengi verið, kos-
in af héraðaþingum, sem svara að nokkru leyti til sýslu-
nefndanna hér á landi. Aðeins stjórnin og þingmenn neðri
deildar mega flytja fmmvörp. Efri deild verður annað-
hvort að samþykkja frumvörpin óbreytt, eða fella þau.
En hún má ekki breyta þeim að neinu leyti.
Hin hollenska stjórnartilhögun er að sumu leyti ein-
stök, og á að rekja rætur sínar til sögulegra viðburða.
Aðallinn varð snemma að lúta í lægra haldi, fyrir borg-