Samvinnan - 01.06.1927, Side 55

Samvinnan - 01.06.1927, Side 55
SAMVINNAN 133 högun Svisslendinga. Sovjetstjórn Rússa er að vísu full- trúastjórn, en hún er svo frábrugðin þingstjóm eftir vor- um skilningi, að það liggur utan við verksvið þessarar ritgerðar að segja frá henni. XI. Þingstjórn utan Evrópu og Bandaríkja Norður-Ameríku. Þess var getið í upphafi þessarar ritgerðar að þing- stjórn vorra tíma er runnin af forngermönskum rótum. Fulltrúastjórnin hefir átt sér stað hjá Engilsöxum frá alda öðli og hefir þróast og aukist eftir því, sem tímar liðu. Á síðustu mannsöldrum hefir hún svo breiðst út um nálega allan hinn mentaða heim, og enn hafa mennirnir ekki fundið upp neina stjórnartilhögun, sttm sé líkleg til þess að koma í stað þingstjórnarinnar. Hin ungu ríki, er hófust á síðustu öld í Ameríku, Af- ríku og Ástralíu, hafa öll tekið upp þingstjórn, en þau hafa flest tekið Bandaríki Norður-Ameríku sér til fyrír- myndar fremur en England. Liggja til þess orsakir þær, er nú skal greint frá. Það er grundvallarsetning hjá flestum ríkjum Norð- urálfunnar, að ríkið sé eitt og ódeilanlegt, og að það hafi sterka miðstjórn. Þau hafa flest að baki sér þúsund ára gamla sögu. Héraðsskiftingin byggist á sögulegum grund- velli, og hið opinbera líf stjórnast að miklu leyti af forn- um venjum og arfsögnum. Höfuðborgin er vanalega stærsta borg ríkisins og þungamiðja þess. Enginn gæti hugsað sér höfuðborgir og stjórnaraðsetur Frakklands, Englands, Þýskalands eða Danmerkur, annarsstaðar en nú er. í hinum nýju ríkjum út um heim, sem mestmegnis eru sprottin upp af nýlendum Englendinga og Spánverja, horfir öðruvísi við. Þar er alt reist á nýjum grundvelli og hinar sögulegu arfsagnir vanta. Þessi ríki hafa myndast á þann hátt, að nokkrar nýlendur Evrópumanna hafa gert roeð sér bandalag til þess að styrkja vald sitt eða sjálf-

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.