Samvinnan - 01.06.1927, Page 56
134
S A M V I N N A N
stæði. Ríki, eins og- til dæmis Ástralía, Argentína og
Brasilía eru í rauninni ekki eitt ríki, heldur samband
(Confederation) af mörgum ríkjum, sem hafa sameinast
um þing og miðstjóm, sem fer með nokkur sameiginleg
mál ríkjanna. Það er því auðskilið að þing þessara ríkja
eru með öðru sniði, en þing hinna eldgömlu ríkja Norður-
álfunnar. Þau hafa tiltölulega miklu færri mál til með-
ferðar. Flestum samskonar málum, og koma fyrir Alþingi
Islendinga eða Ríkisdag Dana, er ráðið til lykta á þingum
hinna einstöku ríkja í sambandinu. Höfuðborgir þessara
sambandsríkja eni sjaldan stærstu og auðugustu borg-
írnar. Þannig hafa stjómir Bandaríkja Norður-Ameríku
og Kanada aðsetur í tiltölulega litlum borgum og Ástralía
og Argentína eru nú að reisa sér höfuðborgir, sem um
langan aldur .hljóta að verða smáþorp í samanburði við
hinar stóm borgir, sem þegar eru til í þeim löndum.