Samvinnan - 01.06.1927, Page 57
Samvinna Norðurlanda.
[Aðalefni þessarar greinar er ræða, sem ritstjóri Samvinn-
unnar flutti í Vestmannalaget í Björgvin 16. sept. 1924. Vest-
mannalaget getur að réttu lagi kallast íslandsvinafélagið i
Noregi. það hefir starfað i þeim anda í meir en hálfa öld. Niður-
stöður þær, sem komu fram í áðurnefndri ræðu voru siðan
birtar í mörgum blöðum í Noi’egi og nokkrum í Danmörku].
Nú er mikið talað um samvinnu norrænna þjóða, ekki
síst Norðmanna og Islendinga. Og á síðustu árum hafa
skifti milli þessara frændþjóða farið vaxandi. Bestu
skipaferðir frá Islandi til útlanda eru nú milli Reykjavík-
ur og Björgvinjar. Hópar íþrótta- og söngmanna hafa gist
grannlöndin til skiftis og fengið góðar viðtökur. Fulltrúar
norskra ung-mennafélaga hafa heimsótt ísland og í ráði
er að fulltrúar íslenskra ungmennafélaga gisti Noreg. Yf-
ir þessum nýju skiftum er eðlilega gleðibragur heimsókn-
anna. Menn tala um aukið samstarf. Um brú yfir hafið.
Þetta er gott og rétt. En það sem mest liggur á er að
gera sér ljóst fyrirfram, hvers eðlis þau samvinnubönd
eiga að vera, sem tengi Norðurlanda-þjóðimar saman.
Þetta hefir ekki verið gert enn. Þess vegna verða hér
dregnar fyrstu frumlínur í skilgreiningu að samvinnu
norrænu þjóðanna en þó sérstaklega eins og málið horfir
við frá sjónarmiði íslendinga.
Milli þjóða er aðallega um þrennskonar samstarf að
ræða. I fyrsta lagi um stjómarfarslega samvinnu. I öðm
lagi um fjárhagslega samvinnu. I þriðja lagi um andlega
samvinnu. Til að geta séð að einhverju leyti, hvað koma
muni í framtíðinni, verður að líta til baka. Af reynslu