Samvinnan - 01.06.1927, Page 65

Samvinnan - 01.06.1927, Page 65
SAMVINNAN 143 allra þeirra beinu og óbeinu áhrifa er þær urðu valdandi fyrir mentun fslendinga á þjóðveldistímanum, hefðu hin glæsilega bókmentaafrek söguritaranna á 12. og 13. öld verið með öllu óhugsanleg. Þó að fslendingar virðist hafa lagt drýgstan skerf til hinna fornu bókmenta, þá verður því ekki neitað að á bak við þessar bókmentir stendur andlegt menningarsamstarf norrænu þjóðanna. Ef til vill sannar fátt betur hversu stjómmálasam- vinnan hefir fjarlægt norrænar þjóðir, en hin frjálsa and- lega vinna bygt brú á milli þeirra, heldur en minning- ir, um afrek Hákonar gamla og Snorra Sturlusonar. Mér er enn í minnum ræða sem hinn ágæti norski fræðimaður Paasche hélt í Reykjavík fyrir nokkrum ár- um. Hann lýsti þeim atburði, þegar Ncregur varð full- komlega sjálfstætt land 1905. Hinn núverandi konungur Noregs, fyrram danskur prins, kom út á svalir konungs- hallarinnar í Osló. Alt hið mikla torg fyrir framan höll- ir.a var fult af fólki. Það gladdist yfir að hafa fengið sinn eigin konung aftur, en hann var þó útlendur maður, alinn upp hjá þeirri frændþjóð, sem ekki hafði borið gæfu til að stýra Noregi. Þá var dauðaþögn. Ennþá vantaði lvkilinn að hug mannfjöldans. En alt í einu lyfti konung- urinn smábarninu, Ólafi konungsefni, á arm sér. Þá dundu við fagnaðarópin frá mannfjöldanum sem fylti hallar- torgið. Ólafur konungsefni Norðmanna, alinn upp í Noregi, til að verða norskur konungur. Það var fagnaðarefni sem norska þjóðin hafði ekki þekt á öllum myrku hönnungar- öidunum. Þetta eina orð, Ólaf urkonungsef ni, brú- aði yfir hinar dimmu, hálftýndu aldir í sögu Noregs, aft- ur til fornaldarinnar, þegar Noregur var frjáls og Norð- menn sterk og glæsileg þjóð eins og nú. Prófessor Paasche áleit að þjóðarvakning Norðmanna á 19. öldinni hin merkilega og alhliða endurreisn hefði ver- ið óhugsandi án minninganna um fomöld Noregs. Og þess- ar minningar hafa aðallega geymst og í hinu glæsilegasta formi fyrir tilverknað Snorra Sturlusonar. Lítum þá nánar á málið. Snorri Sturluson og Hákon

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.