Samvinnan - 01.06.1927, Side 66

Samvinnan - 01.06.1927, Side 66
144 SAMVINNAN gamli Noregskonungur eru samtíðarmenn. Hákon veldur einna mestu um það, að Island sameinast Noregi stjómar- farslega, með þeim afleiðingum, sem fyr era tilgreindar. Hann er og valdur að vígi Snorra Sturlusonar í því skyni að greiða þannig götu erlendra stjórnmálayfirráða á Is- landi. Konungshugsjón Hákonar hepnast í bili. Hann sam- tinar Noreg og hann tengir Island við veldi sitt. En þrátt fyrir afrek hans týnir Noregur, skömmu síðar, frelsi sínu, og eftir það máli og miklu af hinni þjóðlegu menningu. Hákon hafði misbeitt orku sinni, leitað eftir óeðlilegu sam- starfi milli Islands og Noregs, samstarfi, sem gjörði Nor- egi ekkert gott, en lamaði íslendinga meir en nú er auð- velt að gera sér grein fyrir. En um sama leyti ritar Snorri Sturluson sögu Noregs, nálega fram að dögum þess kon- ugs, sem varð banamaður hans. Og þessi saga Noregs bjargar nútíð landsins. Hún varpar ljóma þekkingarinn- ar yfir fornöld landsins. Iiún gerði þeim mönnum, sem nú hafa endurfætt og endurreist Noreg, fært að byggja brú yfir týndu aldimar, hnignunartímann þegar Norðmenn urðu að þola þungar raunir fyrir misheppilega stjóm- málasamvinnu við Danmörku. Ilákon gamli og Snorri StUrluson hafa nú hvílt í gröf- um sínum margar aldir. Báðir unnu að norrænni samvinnu tftir því sem skapferli og aðstaða leyfði. Annar þeirra, konungurinn, lagði aðaláhersluna á að knýta norræna menn saman með stjómarfarslegum böndum, og varð óviljandi hinn mesti óhappamaður, af því að hann mis- skildi hvert stefna bar. Minningin um samvinnustarfsemi Hákonar gamla hefir á engan hátt orðið ljós á vegum nor- rænna þjóða síðar meir. öðru máli er að gegma með Snorra Sturluson. Gæfa hans er sú, að hann tekur í upphafi rétta stefnu. Hann gerist höfuðforustumaður norrænnar samvinnu í andleg- um efnum. Hann bjargar í einu fornöld Noregs frá gleymsku og leggur grundvöllinn að framtíðargengi norsku þjóðarinnar. En svo raunalega vill til, að það er sami Norðmaðurinn, sem er valdur að drápi þessa mesta

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.