Samvinnan - 01.06.1927, Page 72
150
SAMVINNAN
Sama þróun gerist í Þýskalandi. Þar sem mörg félög
starfa í sama bæ, geta þau annaðhvort runnið saman í eitt,
eða skift með sér verkum þannig að ekki verði árekstur.
Gengi hvers kaupfélags er að mjög miklu
Andinn leyti komið undir þeim anda sem þar rík-
í kaupfélög- ir. Lífsskoðun félagsmanna og stjórnar er
unum. undirstaða athafnanna. Þetta vissi faðír
samvinnunnar, Robert Owen. Þess vegna
kallaði hann það skipulag er hann vildi efna til „The New
Moral World“, þ. e. nýtt siðalögmál.
I Frakklandi koma alloft fyrir vanskil og óreiða í fé-
lögunum, einkum þar sem félagsmenn eru fátækastir og
óvanir að fara með með peninga. Venjulega kemur spill-
ingin fram í því að kaupstjórinn tekur á móti „uppbót“
hjá þeim, sem hann kaupir af, verksmiðjueiganda eða
stórkaupmanni. Það er erfitt að draga línu milli þess sem
er alveg saklaust í þeim efnum og hins sem er alveg sjúkt
og spilt. Það er ekki mjög löng leið frá því þegar umboðs-
maðurinn eða heildsalinn gefur smágjafir og þangað til
hann gefur vissan hundraðshlut af því sem keypt er. Og
þaðan er ekki ýkja löng leið þangað til hinn spilti trún-
aðarmaður félagsins er farinn að heimta ,,uppbót“ alstað-
ar þar sem hann kaupir eitthvað. Langbesta ráðið móti
þessari sýkingu er að láta hin einstöku félög ganga inn í
samvinnuheildsölu og fá vörur þaðan. Þá er áin stöðvuð
að ósi og kaupstjórinn getur engum brögðum við komið
um innkaupin. En eins og að líkindum lætur eru einmitt
þeir kaupstjórar ófúsastir til að ganga í samvinnuheild-
sölu, sem mest þurfa þess með.
1 hinum norðlægari löndum, Englandi, Þýskalandi og
Norðurlöndum ber lítið á þessum ágalla, enda eru þar í
hverju landi sterkar samvinnuheildsölur til að annast inn-
kaup fyrir kaupfélögin. I Englandi er þung refsing við
því að taka milliliðslaun. Samkvæmt þeim lögum má taf-
arlaust reka þann starfsmann, er sekur verður um óreglu
af því tægi, og kaup þau er hann hefir gert með þeim
hætti, verða ógild bótalaust. Að vísu koma fyrir einstök