Samvinnan - 01.06.1927, Side 73
SAMVINNAN
151
tilfelli um spillingu í sambandi við innkaup til kaupfélaga
í norðlægum löndum, og er þeirra getið í blöðum félag-
anna. Auk þess dylgja andstæðingar félaganna jafnaðar-
lega um óheiðarleika kaupstjóranna, en vitnisburður
þeirra er ekki mikilsvirði í því efni.
Lítill vafi er á því að gengi samvinnunnar
Kaupfélögin í hinum ýmsu löndum fer að miklu leyti
og kynþættir. eftir lundarfari og kynþætti þjóðanna. Ef
borin eru saman rómönsku og germönsku
löndin á töflu þeirri um samvinnufélög, sem bii*t er hér
að framan, þá kemur það í ljós að í Englandi, Hollandi,
Þýskalandi og Norðurlöndum eru samvinnumennirnir um
130 af hverjum 1000 íbúum, en í Frakklandi, Belgíu, Spáni
og Ítalíu helmingi fæni að tiltölu. Sama er niðurstaðan
í Sviss. Þar eru að tiltölu helmingi fleiri samvinnumenn
í þýsku ríkjunum heldur en í hinum ítölsku og frönsku.
Það er þess vegna engum efa bundið að Germanir eða
Engilsaxar, þ. e. Þjóðverjar, Englendingar og Norður-
landabúar eru mest hneigðir til samvinnu og hafa mesta
hæfileika til að notfæra sér kosti hennar. Þessar norðlægu
þjóðir hafa hneigð fyrir skipulag. Hjá Engilsöxum hafa
staðið vöggur samvinnunnar og hringanna.
Umhverfið hefir mikil áhrif á alla menn,
í hvaða um- og þá líka á lífsskoðun þeirra viðvíkjandi
hverfi þróast félagslegu samstarfi. f flestum hinum suð-
kaupfélögin lægari löndum eru kaupfélögin sterkari og
best. áhrifameiri í bæjunum eða í sveitum. í
Sviss eru þrjú félög sem hafa frá 20—40
þús. félagsmenn. Þau félög eru í stærstu borgunum, Basel,
Zúrích og Genf. Sama er að segja í Frakklandi. Þar eru
kaupfélögin langmest í iðnaðarborgunum, en lítið í sveit-
unum. Ensku og þýsku kaupfélögin hafa rætur sínar í hin-
um miklu verksmiðjuborgum*).
*) Höf. hefir ekki verið nægilega kunnugur kaupfélags-
hreyfngu á Norðurlöndum. í Danmörku og á íslandi eru kaup-
félögin langsterkust í sveitunum og að því leyti sem samvinn-