Samvinnan - 01.06.1927, Qupperneq 74
152
SAMVINNAN
En jafnvel þótt það sé viðurkent að í flestum löndum
eigi hinn fátæki borgarmúgur auðveldara með samvinnu,
heldur en dreifðir bændur, þá nær það ekki til margra af
höfuðborgum landanna. Fyrir skömmu var sagt um Lon-
don, að hún væri eyðimörk í samvinnuefnum. í París er
fremur lítið um kaupfélög og þá helst í úthverfunum, þar
sem verkafólkið býr. Hugsanlegt er að hin miklu og fjöl-
breyttu vöruhús í stórborgunum valdi því að kaupfélögin
hafa ekki enn náð þar föstum tökum á versluninni.
Það væri hægt að búast við að skattalög-
Skattamál in væru mild gagnvart kaupfélögunum,
kaupfélaganna. Þar sem í mörgum öðrum efnum er mikið
létt undir með félögunum sem starfa að
umbótum á efnahag fátækari stéttanna. I flestum lönd-
um löndum er líka vel búið að lánsfélögum, framleiðslu-
félögum (sláturfélögum, rjómabúum), svo og byggingar-
félögum. En hið sama nær ekki til kaupfélaganna. Þau
eiga volduga keppinauta og andstæðinga, þar sem er hin
fjölmenna kaupmannastétt landanna, sem vakir yfir
hverri smáaðgerð, er talist geti vinsamleg í garð félag-
anna. Við allar kosningar beita kaupmennirnir sér miklu
raeira en leiðtogar samvinnumanna og hafa þessvegna
miklu meiri áhrif á löggjafarvaldið* *).
Til skamms tíma þurftu kaupfélögin í Frakklandi
ekki að kaupa borgarabréf. Hæstiréttur hafði úrskurðað
að starfsemi þeirra væri ekki verslun í eiginlegum skiln-
ingi. Kaupmenn keyptu vörur til að selja þær óviðkom-
andi mönnum með hagnaði. Kaupfélögin keyptu vörur til
an þrífst í bæjum í þessum tveim löndum, þá er það í skjóli
sveitasamvinnunnar. I Svíþjóð, Noregi og Finnlandi eru kaup-
félögin jafn öflug í sveitum eins og í bæjum. Ritstj.
*) Hér er vitanlega gengið út frá ástandinu í Frakklandi,
þar sem kaupmenn, eins og allsstaðar, beita áhrifum sínum við
kosningar til stuðnings atvinnu sinni. Aftur standa samvinnu-
rnenn þar í landi nálega vamarlausir í þeirri baráttu.
Ritst j.