Samvinnan - 01.06.1927, Page 80

Samvinnan - 01.06.1927, Page 80
Byg>g,ing*ar IV. Síðan torfbæjabyg-gingar tóku að breytast og hverfa í mörgum héruðum landsins fyrir liðugum mannsaldri, hefir þjóðin verið að leita fyrir sér, leita að byggingar- efni, byggingarstíl, niðurskipun herbergja o. s. frv. Torf- bæirnir bygðust á gamalli reynslu. Þeir voru það besta, sem þjóðin gat gert í byggingarmálum frá því landið var bygt og fram undir lok 19. aldar. Stíll torfbæjanna var fastur, húsaskipun og herbergja sömuleiðis. Hver kynslóð- in eftir aðra hafði skapað og ummyndað þessar þjóðlegn byggingar. Þær höfðu marga galla, en líka ýmsa kosti. Og að því er snertir list í verki, þá er torfbæjastíllinn eitt af því frumlegasta, sem íslendingar hafa eftir sig lát- ið frá liðnum öldum. Nú skulu nefnd nokkur dæmi úr sögu bygginganna í sveitum frá síðasta mannsaldri. Það verður alls ekki tæm- andi. Tilraunimar eru svo margvíslegar, og algengasta úrræðinu, teningsmynduðu timburkössunum, verður al- gerlega slept að sinni. Víða á Norðurlandi eru framhús rneð torfveggjum á þrjár hliðar, timburþili fram á hlaðið og torfþaki, mjög algeng í staðinn fyrir frambæ með mörgum þiljum, torf- veggjum milli herbergja og háum torfþökum. Hér er sýnd mynd af einum slíkum bæ, Grænavatni í Mývatnssveit. Þar er fallegt bæjarstæði, slétt tún á vatnsbakka. Bak við túnið sléttlendi austur og suður til fjallanna. Þar hefir lengi verið tvíbýli, og eiga bændurnir hálft framhúsið hvor. Sömu bæjardyr eru fyrir bæði heimilin. Aðalhlið og

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.