Samvinnan - 01.06.1927, Side 81

Samvinnan - 01.06.1927, Side 81
SAMVINNAN 159 gluggarnir snúa móti vestri, að vatninu og bygðinni. Bak við framhýsi þetta er baðstofa fyrir bæði heimilin, svo og eldhús. I framhúsinu er enginn reykháfur og þess vegna hvorki eldstó eða ofn. Þar eru gestastofur, svefnherbergi og að líkindum kommatargeymsla. Grænavatn við Mývatn. Bæjarstæðið er einkar fagurt og bærinn lítur prýði- lega út á sléttunni við vatnið, þilin hvit og þakið grænt. Mývatnssveit er þurviðrasöm. Þess vegna er slík timbur- og torfbygging líkleg til að standa lengi, og húsleki ekki til muna. En í rigningarhéruðum landsins myndi þvílík bygging fúna á fáeinum árum, og ekki vera nothæf sök- um húsleka. Það er líka lítill vafi á, að framtíðarbæirnir verða ekki þannig. Aðalhlið framhússins snýr móti vestri. Baðstofan er jafnhliða með glugga mótí austri og vestrí. Suðurhlið bæjarins er stafn, gluggafár. Á öðrum bæ i sömu sveit er nýlegt steinsteypuhús. Þar er aðalhlið móti suðri, og sólarinnar nýtur prýðilega í öllum herbergjum. í mun þessara tveggja bæja liggur reynsluþróun tveggja kyn- slóða. Nú byggja athugulir menn þannig, að sólar njóti sem allra best, bæði til hlýinda og hollustu. f öðru lagi er bærinn á Grænavatni mjög stór að gólfmáli. Ef fátt fólk er í heimili, er dýrt og erfitt að búa í slíkum bæ. Fólksfáu heimilin nú á tímum þurfa um fram alt bæ, sem er hlýr, herbergjaskipun hentug og létt að

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.