Samvinnan - 01.06.1927, Side 83

Samvinnan - 01.06.1927, Side 83
S.AM VINN.AN 161 Hitt er annað mál, að framtíðarbyggingamar í sveit- inni verða vafalaust nokkuð með öðrum hætti. Sveitabæir verða óþarflega háir, ef þeir eru tvær hæðir með háu risi. íbúð, sem er á þrem loftum, er býsna óþægileg og Vallaneshúsið. erfið heimilisfólkinu. Ekki þarf heldur í sveitinni að spara grunninn, því að nóg er landrýmið. Háu húsin í sveitum eru eftirlíking kaupstaðai’húsa, þar sem hið háa lóðarverð neyðir menn til að byggja hátt, þó að það sé óþægilegt fyrir alla, sem þar búa. Neðrí hæð hússins á Böggversstöðum er kjallarí, upp úr jörðu að vísu. Jafnan er hætt við, þar sem svo stend- ur á, að jarðkuldinn og raki geri íbúðarherbergi köld og óvistleg. Eftir þeirri reynslu, sem menn hafa nú besta, á aldrei að hafa kjallarahæð til íbúðar. Víða hagar svo til, að best fer á að hafa kjallara fremur lítinn og ódýran, aðeins til geymslu. En þar sem svo stendur á að djúpt verður að grafa til að fá trygga undirstöðu, mun að jafn- aði heppilegast að hafa kjallarann fyrir fjós og hesthús. 11

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.