Samvinnan - 01.06.1927, Page 85
SAMVINNAN
163
slaðarbúar byggja hús sín, þá væri Vallaneshúsið sönn
fyrirmynd. Það væri mjög ánægjulegt hús í hvaða kaup-
stað sem vera skyldi. Og tilsýndar er það til prýði við
Lagarfljót og hinar grænu Vallanesgnmdir. Mikill smekk-
Kaupangur í Eyjafirði.
ur kemur fram í jafnhliða línum, þeim sem afmarka aðal-
hæð og í gullinsniði (hæðar og breiddarhlutfalli) glugg-
anna.
En þrátt fyrir þessa kosti er Vallaneshúsið ekki
eiginleg fyrirmynd sveitabæjar nú á tímum. Stíllinn er í
aðalatriðum sá sem tíðkast um venjuleg kaupstaðarhús.
„Kvisturinn“ er norsk eftirlíking, og á engar rætur í eldri,
innlendri byggingarviðleitni. Kjallarinn er óþarflega stór
og dýr, þar sem hann getur tæplega notast nema til
geymslu. Inngangur á aðalhæð er of hátt uppi, óþarflega
erfiður. Steintröppur utan við húsdýr geta verið hættu-
legar bömum og gamalmennum, þegar hált er á vetrum.
Veggir voru einsteyptir, og húsið varð mjög kalt, en erf-
itt um eldsneyti, nema aðflutt langar leiðir. Mikill kostur
er á hinn bóginn, að hlið hússins og flest íbúðarherbergi
11*