Samvinnan - 01.06.1927, Side 89

Samvinnan - 01.06.1927, Side 89
SAMVINNAN 167 mikill fyrir torfþakið. Á síðari myndinni sér suðaustan á bæinn og trjágarðinn. Steingirðingin sést vel. Þá kemur allstór skógarlundur, með grasblettum á milli. Lykur hann alveg um bæjarhúsin að austan og sunnan. Þakið á bæn- Prestssetur í Færeyjum, lukt í skógi á tvo vegu. um sést vel upp úr trjálundinum, af því garðinum hallar dálítið frá. Þegar íslendingar vöknuðu til þjóðlegrar meðvitund- ar (um 1906—1908), hófu ungmennafélögin starf sitt hér á landi. Eitt af mestu áhugamálum þeirra var að klæða landið með skógi. Víða var byrjað á tilraunum. Nokkuð hefir unnist á, en ekki mikið. Náttúruskilyrðin eru óhag- stæð, og enn má segja að skógrækt hafi mishepnast hér á landi, á óræktaðri jörð. Þessi mótgangur hefir skapað meira vonleysi um framtíð skóganna hér á landi heldur en ástæða er til. Því eitt er fyrir löngu margsannað. Það er hægt að láta björk og reyni ná talsverðum þroska hér á landi í ræktarjörð og í skjóli við bæjarhús. Sumstaðar geta einstaka erlendar trjátegundir þrifist, þar sem skil- yrðin eru best. Kynslóðin sem nú lifir er að byggja upp landið. Þær byggingar verða varanlegri en eldri mannvirki hér á landi. Ef þau hús verða haglega gerð og smekkleg bera þau

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.