Samvinnan - 01.06.1927, Page 90
168
SAMVINNAN
ófæddum kynslóðum loflegan vitnisburð um þroska þeirra
manna, sem hófu viðreisn byggingannálanna á íslandi.
Þegar ísland bygðist héldu sumir af frændum land-
námsmannanna í suðurátt og settust að í Normandi í
Frakklandi. Bera íbúamir þar enn mörg merki um hin
norræna uppruna. í Normandi búa bændurnir í þorpum,
en akurlendið og úthaginn er á sléttunum alt um kring.
En venjulega er utan um hvert slíkt þoi'p skógarbelti,
sem lykur bygðina í faðmi sínum. Þegar faríð er um þjóð-
vegina sýnist mestalt landið samfeldur akur, en skógar-
lundar hér og þar. En það eru raunar bændabýlin, sem
eru þar geymd í skjóli trjágirðinganna.
Við íslendingar getum ekki klætt landið skógi í ná-
inni framtíð. En við getum að nokkru líkt eftir því sem
frændur okkar í Nomiandi hafa gert. Samhliða því að
íslensku bæirnir verða endurbygðir úr varanlegu efni, í
fallegum stíl, hlýir og sólríkir, ætti það að verða hugsjón
bændanna að hafa umhverfið smekklegt. Ef skógarlund-
ar með vel hirtum grasblettum væri í skjóli við hvern
sveitabæ, þá myndi það prýða og fegra heimilin og heim-
ilislífið.