Samvinnan - 01.06.1927, Page 92

Samvinnan - 01.06.1927, Page 92
170 SAMVINNAN venjuleg-um tímum í baráttu kaupfélagsstjómarinnar við skuldasöfnun, enda höfðu mörg félög tekið upp þá trygg- ingaraðferð, áður en kreppan síðasta skall á. Með stöð- ugri árvekni kaupstjóranna og aðhaldi skuldatrygginga- sjóða, voru kaupfélögin vel á vegi með, í stríðslokin, að leysa fyrir félagsmenn sína vandann um hinar árlegu skuldir. Veltufjárbaráttan var eftir. Kaupfélögin höfðu snemma skilið, að þar var ekki nema ein leið, sú að fé- lagsmenn legðu á sig árlegan skylduskatt til að safna veltufé. Torfi í Ólafsdal hafði einna fyrstur skýrt hug- myndina glögt fyrir löndum sínum og síðan höfðu mörg pöntunarfélög komið á stofnsjóðum. En með samvinnu- lögunum 1921 var þessi venja bestu félaganna gerð að boðorði fyrir öll kaupfélög. í félögunum eru sjálfsagt ýms- ir menn, sem vita ekki hvert stefnt er með þessari skyn- samlegu reglu, að þar er lögfest skipulag, sem foringjar íslenskrar samvinnu voru búnir að koma á í mentuðustu héruðum landsins, með frjálsum samtökum. Að áliti þess, er þetta ritar, er ákvæðið um stofnsjóð kaupfélaganna dýr- mætasta umbótin sem samvinnulögin veita kaupfélags- mönnum hér á landi. Ef svo er haldið áfram stefnunni í 30 ár, og ekki koma óvænt og ófyrirséð óhöpp á þeim tíma, þá verða stofnsjóðirnir í kaupfélögum landsins orðnir svo stórir, að félögin hafa nokkurnveginn nægilegt veltufé handa sér, og þurfa ekki að taka lán vegna félagsmanna meðan verið er að bíða eftir sölu afurðanna ár hvert. „Ekki að skulda um áramót“ var sú regla sem HaJl- grímur Kristinsson setti að höfuðboðorði fyrir kaupfé- lögin á Islandi. Honum tókst að láta fylgja henni nokk- umveginn eins og frekast gat orðið, í þeim félögum, þar sem hann hafði leiðsögn, þangað til síðustu missirin, sem hann hann lifði, að alveg óvæntir aðburðir breyttu ís- lenskum versiunarháttum. En hvað sem líður þeim sérstöku atburðum í versl- unarháttum landsins, sem síðar verður vikið að, þá er svo mikið víst, að tvö af höfuðmálum allra dugandi sam-

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.