Fréttablaðið - 29.08.2009, Side 1

Fréttablaðið - 29.08.2009, Side 1
HELGARÚTGÁFA Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI29. ágúst 2009 — 204. tölublað — 9. árgangur Kreppan er lær- dómur fyrir okkur SÁLGÆSLA 30 ÍSLENDINGAR 24 Sameining emb- ætta á dagskrá VIÐTAL 34 35% 72% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í maí 2009 – júlí 2009. Fréttablaðið er með 106% meiri lestur en Morgunblaðið Allt sem þú þarft... SÉRBLAÐ Í DAG EFNAHAGSMÁL Hreiðar Már Sigurðs- son, fyrrverandi forstjóri Kaup- þings, segir að vaxtastefna Seðla- banka Íslands sé með ólíkindum. Hann fullyrðir að stýrivaxtalækk- un myndi styrkja gengi krónunnar með þeim rökum að lægri vaxta- greiðslur til erlendra aðila bæti viðskiptajöfnuð landsins og geri Seðlabankanum auðveldara um vik að safna gjaldeyrisforða sem aftur styrki gengið. „Peningastefnunefnd Seðlabank- ans er á villigötum. Misskilningur- inn er fólginn í því að háir vextir laði fjármagn til landsins. Það hefur enginn tiltrú á því að íslenska kerfið standi undir þess- um háu vöxtum og þó að vextirn- ir væru helmingi hærri fengjum við ekki fjárfestingar í íslenskum krónum,“ segir Hreiðar. „Þetta snýst allt um tiltrú, og hún er ekki fyrir hendi.“ Spurður til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að taka á efnahags- vandanum segir Hreiðar að lækka eigi stýrivexti í tvö til fjögur pró- sent án tafar. „Þessi vaxtalækkun myndi minnka halla ríkissjóðs þar sem vaxtagreiðslur íslenska ríkis- ins til erlendra aðila myndu drag- ast verulega saman.“ Erlendir aðil- ar eiga nú um 500 milljarða króna af íslenskum ríkisskuldabréfum og innistæðum í ríkisbönkunum og Hreiðar telur auðsætt að hvert prósentustig í lækkun vaxta vegi mjög þungt. Hreiðar vill að verðtrygging verði afnumin úr íslensku fjár- málakerfi. „Þrátt fyrir að verð- trygging sé áhugaverð stærðfræði- leg lausn á vanda ríkis sem býr við háa verðbólgu gerir hún stýri- vexti bitlausa auk þess að færa alla áhættu og kostnað af verðbólgunni yfir á herðar lántakanda.“ Hreiðar segir að öllum hljóti að vera ljóst að breyta þurfi öllum erlendum lánum einstakl- inga í krónur og sama eigi við um erlendar skuldir fyrirtækja sem hafi einungis tekjur í krón- um. Með þessu náist jafnvægi í efnahagsreikninga bankanna og taprekstri þeirra verði snúið við. Hreiðar segir að Íslendingar verði að horfa til þeirra aðgerða sem aðrar þjóðir noti til að auka traust á fjármálamörkuðum og lækka greiðslubyrði lána bæði hjá fyrirtækjum og einstakling- um. „Nálægt því alls staðar, utan Íslands, hafa seðlabankar verið með mikil inngrip og vextir verið lækkaðir niður í nánast ekki neitt. Þessar aðgerðir hafa virkað. Ísland verður að grípa til sömu aðgerða til þess að milda áhrif kreppunnar.“ - shá Hreiðar Már segir vaxtastefnu vitleysu Afnám verðtryggingar, lækkun stýrivaxta og breyting erlendra lána í krónur eru nauðsynlegar efnahagsaðgerðir að mati Hreiðars Más Sigurðssonar. Opið til18 Með miða aðra leið til útlanda matur [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]ágúst 2009 Tilraunaeldhús Yfirkokkar Fiskfélagsins deila lundauppskrift staðarins með lesendum. SÍÐA 2 ÍS LE N SK A / S IA .I S /N AT 4 40 74 1 0/ 08 Haustborð í rauðuÓlöf Jakobína Ernudóttir innanhúss-arkitekt leggur á haustborð og skreyt-ir með rauðum ylliberjum. SÍÐA 10 TÓNLIST „Þetta væri ekki hægt nema vegna þess að partur af Rúnari er með okkur,“ segir Bubbi Morthens. Rokksveitin GCD ætlar að koma saman á Ljósanótt í Keflavík til að heiðra minningu fyrrum félaga síns Rúnars Júlíussonar sem lést á síðasta ári. Yfirskrift viðburðar- ins verður „Óður til Rúnars“. Júlí- us, sonur Rúnars, mun fylla skarð hans bæði sem bassaleikari og söngvari. - fb / sjá síðu 66 GCD spilar á Ljósanótt: Sonur Rúnars í spor föður síns Í STÍL VIÐ SÓLARLAGIÐ Hátíðin Í túninu heima var sett í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Varðeldur var tendraður í Ullarnesbrekkum og brekkusöngur var sunginn. Bergvin Snær Alexandersson skartaði bleiku hári í tilefni kvöldsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ROKKABILLÍ ENDURVAKIÐ Í REYKJAVÍK TÍSKA 46 BRYNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR UM FRIDU KAHLO OG DULAR- FULLAN HEIM INDJÁNANNA VIÐTAL 22 SÍÐASTI KENNEDY- BRÓÐIRINN BORINN TIL GRAFAR ÚTLÖND 26 INNLIT Á ÞINGEYRI Simbahöllin orðin að kaffihúsi HÖNNUN 32

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.