Fréttablaðið - 29.08.2009, Side 28

Fréttablaðið - 29.08.2009, Side 28
28 29. ágúst 2009 LAUGARDAGUR Sólríku sumri senn að ljúka Dagarnir voru hver öðrum notalegri þetta sumar, sem nú er að renna sitt skeið. Nú verður þess ekki langt að bíða að haustið nái yfirhöndinni. Því er tilvalið að kalla fram minningar sum- arsins og skoða ljósmyndir Gunnars V. Andréssonar, sem fang- aði mörg augnablikin með myndavélinni í sumar. EINBEITING OG MÝKT Borgarbúar spreyta sig á kínverskri leikfimi á Ingólfstorgi og láta nærveru ljósmyndar- ans ekki slá sig út af laginu. Í GRÖSUGUM ÚTHAGA Þessi hross minna helst á flóðhesta í sefi, svo hátt er grasið í kringum þau, sem er glöggt dæmi um áhrif góða veðursins í sumar. Á FERÐINNI Kettir eru dularfullar verur sem fara sínar eigin leiðir. Hver veit hvert þessi Vesturbæjarköttur var að fara, annar en hann sjálfur? VIÐ INGÓLFSTORG Ferðamenn voru áberandi á götum borgar og bæja í sumar. Þessir ferðamenn gæddu sér á nesti sínu, umkringdir sögu- frægum húsum við Ingólfstorg. VINÁTTA Hvolpinn Tarú munar ekkert um að þvo vini sínum, Finni Má, á bak við eyrun og uppsker að launum skellihlátur stráksins. SIGLINGAR Í HÖFNINNI Sjómannsblóðið ólgaði í æðum þessara ungu drengja sem æfðu siglingar í Hafnarfjarðarhöfn í sumar. EFTIRMINNILEG STUND Katla og Bettý kenna börnum sínum að hjóla á blíðviðrisdegi í Laugardalnum í Reykjavík.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.