Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.08.2009, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 29.08.2009, Qupperneq 38
4 matur LEYNIVOPNIÐ ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 Sætar og sinnep Kristbjörn Helgason, tónlistarmaður og eðlisfræðingur, vill eiga sem minnst við gott hráefni sem góðar meyrar lambalundir eru. Meðlætið er hins vegar smá nostur. Ég er alltaf hrifnastur af því að nota bara svartan pipar og salt á lambakjöt og grilla það alls ekki of lengi. Það er allt og sumt sem ég geri við kjötið en ég vel mér helst lundirnar því þær eru svo meyrar og fínar. Með kjötinu er ég þessa stundina mjög hrifinn af því að hafa vín frá Katalóníu,“ segir Kristbjörn en hann segist vera öllu liðtækari við grillið en aðra eldamennsku. Meðlætið sam- anstendur af hollri sósu en sætar kartöflur, grillaðar og saltaðar með sjávarsalti passa afar vel með kjötinu að sögn Kristbjörns. - jma Fallegur réttur sem samanstendur af grænmeti, sætum kartöflum og sósu. Kristbjörn Helgason, tónlistarmaður, eðlisfræðingur og grillmeistari heimilisins með meiru, er hrifnastur af lundunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LAMBALUNDIR 1 kg lundir salt og pipar Saltið og piprið kjötið eftir smekk, grillið það í nokkrar mínútur, alls ekki of lengi, og látið það standa í 10 mínútur eftir að það er tekið af grillinu. SÆTAR KARTÖFLUR salt ólífuolía Til að kartöflurnar þurfi ekki að vera heila eilífð á grillinu eru þær skornar í tvennt og settar með hýðinu inn í örbylgjuofn í fimm mínútur til að hita þær upp að vissu marki. Því næst eru þær penslaðar með ólífu- olíu og saltaðar. Þá þarf ekki að grilla þær nema í um korter og auðveldar þannig eldamennsk- una til muna. SINNEPSGRASLAUKSSÓSA 1 dós sýrður rjómi 1 msk. dijon-sinnep 1 msk. hlynsíróp 2 msk. graslaukur salt og pipar Skerið graslaukinn smátt og hrærið saman við allt saman. EINFALDAR LAMBALUNDIR MEÐ SÆTUM KARÖFLUM Fyrir 4 Hollt og gott! Lundirnar eru látnar standa áður en þær eru snæddar í tíu mínútur. Salt og olía er best á þær sætu. A Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona hefur það einfalt en gott í eldhús- inu. „Leynivopnið er töfrasprotinn. Ég nota hann í rosalega margt, bý til möndlumjólk og ávaxtahristingur. Ég enduruppgötvaði hann fyrir stuttu þegar blandarinn minn bilaði. Ég var vön að nota hann í margt en þegar hann brást mér komu töfrar töfrasprotans fram.“ Töfrasprot- inn er tæki sem nýtist við maukun ýmissa afurða. Kristín fékk sprotann fyrst fyrir fjórum árum en lagði hann á hill- una um stund. „Ég fékk æði fyrir því að nota hann þegar ég varð ólétt og hef ekki hætt.“ Hún tekur þó einnig fram að kaffivélin sé henni kær, enda bara einn takki sem þarf að þrýsta á. Kristín er nýlega búin að eignast sitt fyrsta barn og segir sprotann hafa hjálpað sér mikið á meðgöngunni. „Þegar ég var ólétt var ég alltaf að huga að heilsunni. Þá fór mig að langa í alls konar kælandi ávaxtahristinga. Ég set banana og frosna ávexti, klaka, þetta er mjög einfalt hjá mér. Það kom mér líka á óvart hvað það er auðvelt að gera svona græna drykki. Ég hafði miklað það mjög mikið fyrir mér, en svo er það ekkert mál. Svo er hægt að skella þeytara framan á þetta og töfra ýmislegt.“ Hún segist lítill kokkur almennt og elda mjög lítið. Hún tekur því undir með blaðamanni að fyrir þá sem eru lítið fyrir að elda er gott að eiga góða græju. „Reyndar er móðureðlið aðeins farið að segja til sín í matargerðinni, þannig að við sjáum til.“ Hún sér fyrir sér að sprotinn komi að góðum notum þegar hún fer að matreiða ofan í drenginn sinn og hellir sér alfarið í maukið. - kbs TÖFRAR AÐ VOPNI Kristín Þóra er lítið fyrir elda- mennsku en bjargar sér með töfra sprotanum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.