Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1963, Side 13

Andvari - 01.06.1963, Side 13
ANDVARI ROUSSEAU 11 sömu fordæmingunni. Viljaþreki ýmissa þessara manna er einmitt þannig farið, að það er að miklu leyti bundið við áhugasvið þeirra. Þrautseigja þeirra er nær yfirmennsk við þau störf, sem þeir hafa áhuga á, en þeir geta verið latir og hysknir við annað. Ahugi þeirra og hug- sjón vekja og sístæla viljann, þau renna saman í ósundurgreinanlega heild, leggj- ast þarna á eitt, stefna að sama marki, veita þeim þrek og dug við erfið störf, sem eru þeim þó hugljúf, og veita þeim, þrátt fyrir allt, vitund um manngildi þeirra og einhverja þá dýpstu sælukennd, sem til er. Að minni hyggju stafa hinir hörðu dómar margra um skapgerð Rousseaus að verulegu leyti af því, að allan seinni hluta ævinnar var hann ekki heill á geði, en hins vegar var geðveiki hans ekki á svo háu stigi, að menn yrðu hennar mikið varir, nema við nána kynningu. Margt, sem honum er talið til áfellis, var honum vafalaust ekki með öllu sjálfrátt. í öðru lagi hafa Játningarnar spillt siðferðilegu áliti hans, þótt hann vaxi af þeim sem rithöfundur. Margt það, sem Rousseau hefur verið dæmdur harðast fyrir, hefði mönnum ella verið ókunnugt um og fylgt honum til moldar. Varpa má hér fram þessari spurningu: Ef ýmsir miklir menn rituðu um einkalíf sitt í sama dúr og Rousseau, myndu þá játningar þeirra vera öllu geðslegri? Um það er leyfilegt að efast. Rousseau hafði miklar veilur og mikla kosti. 1 einkalífi hans komu óneitanlega fram ýmsir þverbrestir og skortur á hæfi til farsællegrar lífsstjórnar: Hann velur sér að lífsförunaut vangefna konu og sið- ferðilegan gallagrip, sem hann, sjálfsagt með réttu, vantreysti til þess að sjá sóma- samlega um uppeldi barna þeirra. Ein yfirsjónin leiðir þarna af sér aðra: Börn þeirra setur hann á munaðarleysingja- hæli, en sá verknaður kórónaði allar aðrar yfirsjónir hans. II Höfuðritum Rousseaus má skipta í fjóra flokka; þau, sem fjalla um þjóð- félagsmál: Ritgerðina um vísindi og listir, sem áður hefur verið minnzt á, Ritgerð- ina um misrétti manna og Þjóðfélags- samninginn. I annan flokk kemur skáld- saga hans, La Nouvelle Héloise. í þriðja flokk Játningar hans og Dagdraumar, og loks Emil, hið mikla rit hans um upp- eldi. 1 Ritgerðinni um vísindi og listir, þótt stutt sé, er þegar að finna vísi að flest- um þeim skoðunum, sem Rousseau síðar boðaði. Þar kemur fram þrá hans eftir einfaldara og eðlilegra lífi, þar sem mað- urinn er herra kunnáttu og tækni, en ekki þræll þeirra. í Ritgerðinni um mis- rétti manna kemur fram sú meginkenn- ing hans, að mennirnir hafi verið upp- haflega góðir meðan þeir voru i náttúru- ástandinu, en hafi svo spillzt af menn- ingunni. Upphaflega var réttur allra jafn, en með menningunni skapaðist misréttið: „Fyrsti maðurinn, sem kom í hug að girða jarðarskika og segja: þetta er min eign, og fann menn nógu grunnhyggna til þess að trúa sér, er hinn sanni stofn- andi þjóðfélagsins. Ilve mörgum glæp- um, styrjöldum og morðum, hvílíkri eymd og skelfingu hefði sá maður firrt mann- kynið, sem rifið hefði upp staurana eða fyllt upp skurðinn og hrópað til mcð- bræðra sinna: Takið ekkert mark á þess- um svikara. Þið eruð glötuð, ef þið gleymið því, að afrakstur jarðarinnar er allra eign, en jörðin engra." Eignarrétt- urinn getur af sér misréttið, en hann er þó ekki unnt að afnema, heldur einungis að takmarka hann. Rousseau vill ekki, að menningarstofnanir séu eyðilagðar. Maðurinn getur ekki horfið aftur til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.