Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1963, Síða 21

Andvari - 01.06.1963, Síða 21
andvahi ROUSSEAU 19 Meginvilla venjulegs uppeldis er sú, að ekki er farið með barnið eins og barn, menn sjá stöðugt fullorðna manninn í því, án þess að gæta að, hvað það er, áður en það verður fullorðinn maður. Þekk- ing okkar á séreðli barnsins er lítil sem engin: On ne connait point l’enfance. Rousscau var hinn fyrsti, sem skildi til hlítar, að reisa verður uppeldi barnsins á rannsókn og þekkingu á sálarlífi þess. Sálarfræði barna verður þar með undir- stöðugrein uppeldisfræðinnar. Barnið er ekki minnkuð mynd af fullorðnum manni. Hinar ýmsu eigindir eru í öðru hlutfalli í barnssálinni en í sál fullorðna mannsins, alveg eins og hlutfallið á milli hinna ýmsu líkamshluta er annað hjá barni en fullorðnum manni. Þessarar þekkingar verður ekki aflað, nema með nákvæmum athugunum. Bernskan, hvert aldursskeið, hefur markmið sitt í sjálfri sér, barnið á að njóta bernsku sinnar. Sá sem bezt hefur notið bernsku sinnar, nær mestum þroska á fullorðins árunum. Mikilvægasta uppeldisreglan er því þessi: Sparið ekki tímann, heldur sóið honum. Þetta þýðir, að barnið á að fá að njóta bernsku sinnar og þroskast í frelsi og friði; með engu móti má knýja það til náms og starfa, sem ofviða eru þroska þess. Ef við byrjum of snemma á því að hrista tréð, falla ávextir þess óþroskaðir til jarðar. Leggjum niður þetta ruddalega uppeldi, sem fórnar nútíðinni fyrir vafa- sama framtíð, heftir börnin í alls konar fjötra, gerir þau vansæl með því að búa þau undir að njóta fjarlægrar og óvissrar hamingju, sem fellur þeim sennilega aldrei í skaut. Hver veit, hvort barnið nær nokkurn tíma fullorðins aldri? A þennan hátt kvelja menn ekki einungis börnin og gera þau lífsleið: Með sér- hverri ótímabærri kröfu og fræðslu er gróðursettur löstur í hjarta þess. Rousseau leggur sérstaka áherzlu á gildi neikvæðs uppeldis til 12 ára aldurs, en á því skeiði sáir rangt uppeldi þeim frækornum í sál barnsins, sem allir seinni lestir þess spretta af. Fram að þessum aldri skortir barnið siðferðilega dóm- greind. Idvorki á að skipa Emil neitt, né á hann heldur að skipa öðrum. Hann verður einungis að beygja sig undir nauð- syn hlutanna og það mun hann gera gremjulaust, af því að þessi nauðsyn er óbreytilegt náttúrulögmál, en ekki sprottin af duttlungum mannanna. Kenn- arinn er eins konar ópersónulegur og þögull fulltrúi hlutanna. Ef hann segir nei, verður því ekki breytt, og Emil mun þá hlýða, vegna þess, að honum ber nauð- syn til þess, en ekki vegna þess, að hann skilji, að hlýðni sé siðferðileg skylda. Rousseau kemur svo með ýmis dæmi um, að börn á þessum aldri skilja ekki, þegar við reynum að sannfæra þau um, að það sé skylda þeirra að hlýða. Þar sem barnið skilur ekki, bvað skylda er, og hvers vegna það á að gera skyldu sína, hættir uppalandanum við að grípa í ráðaleysi sínu til hótana og refsinga eða til hróss og umbunar. Hann verður þá í augum barnsins harðstjóri, sem vekur með því uppreisnaranda eða þrælsótta, eða hann vekur með því hégómagirnd og kappgirni, en afleiðingar þessa eru drambsemi hjá þeim, sem meira má, en öfundsýki hjá þeim, sem miður má sín. Barnið á ekki að beita öðrum refsing- um en þeim, sem eru eðlilegar afleið- ingar af gerðum þess. Þannig lærir það að fara varlega með eða forðast þá hluti og þær athafnir, sem valda því óþægind- um. Hlutverk uppalandans er hér að koma í veg fyrir rangan verknað barns- ins eða stöðva hann, en geti hann hvor- ugt, á hann að láta barnið verða fyrir óþægindum, sem það skilur sem eðlilega afleiðingu af verknaði sínum. 1 umgengni við fólk gildir hliðstætt. Barnið verður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.