Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 24

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 24
22 SÍMON JÓII. ÁGÚSTSSON ANDVARI finna í samvizku mannsins, innri full- vissu, opinbcrun hjartans. Kjarni trúar- innar eða hin nátturlegu trúarbrögð eins og Rousseau kallar þetta, eru aðallega fólgin í þessu: Trú á guðlega forsjón, trú á almáttugan, algóðan og alvitran guS, sem vakir yfir mönnunum; trú á annaS líf og trú á allsherjar réttlæti. GuS býr í hjarta mannsins og í náttúrunni. Prest- urinn trúir ekki á eilífa útskúfun. Hann dregur í efa guðdómlegan uppruna biblíunnar og að guðspjöllin séu opin- beruð rit, þótt hann dáist að þeim. Hjarta mannsins er bið sanna musteri guðs. Trú er tilfinning, en ekki kerfi kennisetninga. Samvizkan opinberar manninum guð og forsjón bans, sálina og ódauSleika henn- ar og frelsið, en hún segir okkur ekkert til um aðrar kennisetningar kirkjunnar, svo sem endurlausn eða þríeiningu guðs. Þarna hefur Emil kjarna trúarbragðanna, og honurn er frjálst að aShvllast ákveðn- ari trúarstefnu, ef hann vill. Rousseau var mikill biblíulestrarmaður, en náttúran sannfærði hann bezt um til- veru GuSs. Því leggur hann aðstoðar- prestinum þessi orð í munn: ,,Ég hef lokað öllum bókum, nema einni, hún stendur öllum opin. ÞaS er hin mikla og háleita hók náttúrunnar." Þótt fjórða bók Emils sé merkileg, að því er varðar lífsskoðun, trúarskoðun og heimspeki Rousseaus, er hún miklu minna virði frá uppcldisfræðilegu sjónar- miði en hinar fyrri. Soffía. Fimmta og síðasta bókin, sem fjallar um uppeldi Soffíu, tilvonandi konu Emils, og kvenna yfirleitt, er rituð í öðr- um dúr og ekki af slíkum eldmóði og fjórar fyrri bækurnar. Það er eins og Rousseau daprist þar nokkuð flugið. Emil hefur oft verið kallaður uppeldisfræði- leg skáldsaga, en þessi nafngift á naum- ast við nema síðasta hluta hans. í upp- eldi Soffíu fylgir Rousseau að mestu skoðunum, sem þá voru ríkjandi um upp- eldi kvenna. Soffía situr í festum tvö ár, og þau notar Ernil til ferðalaga í útlönd- um, hann lærir erlend mál og nokkuð í forntungunum og kynnir sér stjórnmál. Eftir heimkomu Emils ganga þau í hjóna- band. Þau eiga von á barni. Illutverki leiðsögumanns hans er nú lokið. Emil er rit, sem skilja má á ýmsa vegu. Ekki má þó skilja það sem kennslubók í hagnýtri uppeldisfræði eða kennslu- fræði. Höfundi er mest í muna að gera grein fyrir markmiði uppeldisins og meginreglum þess. Sem hugsjónarit held- ur Emil gildi sínu, þótt það sýni okkur ekki hvern krók á veginum, heldur að- eins stefnuna. Ritið er frekar leiðar- stjarna en leið. Rousseau lýsir þar upp- eldi einstaklings, sem hann einangrar af ásettu ráði frá þjóðfélaginu; fyrst á ung- lings- og ung-fullorðins árunum kynnist hann því og fær skilning á því, hvað þjóðfélag, föðurland og ríki er. Rousseau hefur efalaust ætlast til þess að þetta höfuðrit sitt um uppeldi væri skilið sem hugsmíð eða hugsunartilraun, þar sem settar eru fram á ljósan og eftirminni- legan hátt meginreglur uppeldis og kennslu. I þessu sambandi má benda á, að Rousseau hefur ritað ýmislegt annað um uppeldi, þar sem hann tekur meira til- lit til aSstæðnanna, eins og þær voru á hans degum. Einkum má nefna grein hans um uppeldi í Alfræðibókinni frönsku 1755 og I Iugleiðingar um stjórnhætti í Póllandi 1772. I báðum þessum ritgerð- um leggur hann mikla áherzlu á félags- lega hlið uppeldisins. Börn á að ala upp í föðurlandsást og hollustu við þjóS sína. I La Nouvelle Héloise leggur hann áherzlu á fjölskylduuppeldið og þátt móðurinnar í uppeldinu. Hún elur börn sín upp mcð myndugleik, en ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.