Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1963, Page 25

Andvari - 01.06.1963, Page 25
ANDVARI ROUSSEAU 23 með því að rökræða við þau. Börnin skynja ekki myndugleik hennar sem ok, því að þau finna, að hún elskar þau. Þessi rit sýna vafalítið hetur skoðanir Rousseaus um, hvernig uppeldi verði bezt háttað við raunverulegar aðstæður, eins og þær voru þá. Hvað sem þessu líður, er það Emil, hin mikla hugsunartilraun Rousseaus, sem verið hefur uppeldisfræð- ingum leiðarljós í starfi þeirra fram á þennan dag. Sennilega hefur ekkert annað rit haft eins djúp og víðtæk áhrif á uppeldisfræðilega hugsun Vesturlanda og Emil. Þótt ritið sé fullt af þversögn- um, öfgum og jafnvel mótsögnum, er þar samt að finna þær meginhugsjónir og sjónarmið, sem öll nútíma uppeldis- fræði byggist á. Ég dreg nú saman helztu kenningar Rousseaus, sem eru í fyllsta samræmi við niðurstöður nútíma rann- sókna í sálarfræði og uppeldisfræði: L Allt uppeldi og kennsla verða að fara fram í samræmi við náttúrleg þró- unarlögmál barnsins, áhugamál þess og þroska. Hlutverk uppalandans er að miklu leyti fólgið í því að sjá til þess, að barnið geti þroskast samkvæmt innra eðli sínu. 2. Barnið á rétt á því að vera barn, það á rétt á því að njóta bernsku sinnar, lifa í samræmi við eðli sitt á öllum stigum bernskunnar. Hvert timabil ævinnar á sér tilverurétt, bernskan ekki síður en hin. Hinn bezti undirbúningur undir fullorðins árin er hamingjusöm bcrnska. Ef við snúum við tilhögun náttúrunnar, fáum við vanþroska fullorðna menn. 3. Barnið cr ekki minnkuð mynd af full- orðnum manni. Þroski þess gerist stig af stigi, sem eru að nokkru leyti hvert öðru ólík. Þessi stig verður uppeldið að feta í réttri röð og án þess að hlaupa yfir sum, ef fullnaðarþroski barnsins á ekki að bíða tjón af. 4. Menn þekkja ekki nógu vel eðli barnsins á hinum ýmsu þroskastigum þess, en náin þekking á því er nauðsynleg forsenda þess að geta hagað uppeldi og kennslu í samræmi við getu þess og áhugamál. Ótímabær þjálfun, nám og störf, sem eru ofvaxin þroska barnsins, eru því ávallt skaðsamleg. Fullorðni mað- urinn hefur ailtaf ríka tilhneigingu til þess að dæma um barnið eftir sjálfum sér. Til þess að öðlast þekkingu á þroska- lögmálum barnsins, er einungis ein leið til: vísindaleg og hlutlæg rannsókn á því. Sálarfræði barna er undirstöðugrein upp- eldisfræðinnar. 5. Markmið uppeldisins er persónu- þroski mannsins. Skapgerðar- og persónu- þroski er mikilvægari en vitsmunaþroski og sérhæfing og færni á ýmsum sviðum. 6. 1 frumbernsku er uppeldið sérstak- lega mikilvægt, einkum eru mikilvæg hin frumrænu og eðlislægu tengsl milli móð- ur og barns. Ef þeim er raskað eða ef þau slitna, getur persónuþroski barnsins beðið við það varanlegt tjón. 7. Barnið lærir fyrst með því að beita skynfærum sínum og limum. Frjáls og óhindruð notkun þeirrar myndar grund- völl undir öllum seinni þroska þess. Lík- amlegur þroski og líkamleg færni eru mikilvæg vitþroska, skapgerðarþroska og siðferðisþroska barnsins. Leið náms og kennslu liggur frá hinu einfalda til hins margbrotna, frá hinu einstaka til hins al- rnenna, frá hinu áþreifanlega, skynjan- lega og hlutstæða til hins sértæka og óhlutstæða. Allt starf á að vera virkt og starfrænt. Ég hygg, að þessi meginatriði úr kenn- ingu Rousseaus — og ýmsum fleiri mætti bæta hér við — séu jafnframt sýnishorn nokkurra aðalviðfangsefna nútímabarna- sálarfræði og uppeldisfræði. Menn hafa oft um hríð villzt frá ýmsum þeim sann- indum, sem Rousseau fann af innsæi sínu, en komið auga á þau aftur. Ég nefni hér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.